Eimreiðin - 01.10.1939, Qupperneq 29
eimreiðin
DRAUMARNIR RÆTAST
373
— Jæja, hugsaði Þórður. Síldin réttir það eflaust við. En
síldin brást um sumarið. Það var þungt tap ofan á hitt. Ham-
ingjuhjólið var snúið. Erfiðleikarnir hlóðust upp. Það var eins
°g ekkert vildi lánast honum framar.
Eftir skamman tíma átti Þórður Jónsson ekki aðrar eignir
en íbúðarhúsið, sem var leigt út til hálfs, og mótorkútter, sem
hann sjálfur tók formensku á, og framtiðarstaða Vals var
orðin gamall draumur. Atvinnulíf þorpsins dróst saman.
Það var að verða útdautt pláss, eins og fyrir tíma Þórðar.
Enginn, sem Valur leitaði til, hafði not fyrir verzlunarþeklc-
mgu hans, svo hann gekk nú að allri algengri vinnu.
Og nú fyrst tók að gera alvarlega vart við sig löngun hans
til að verða listmálari. Hann var orðinn ákveðinn í því. Hann
skyldi verða það. Og hann tók að leita upplýsinga um, hvað
slikt nám mundi kosta erlendis. Það var dýrt, en samt, hann
skyldi. Og hvern eyri, sem hann gat, lagði hann til hliðar.
Hann gekk að allri vinnu sem gafst, og hægt, ofur hægt, söfn-
uðust krónurnar, sem áttu að hjálpa honum til að láta draum-
ana rætast.
Það var dag nokkurn skömmu eftir að Valur fór í höfðann,
til að kveðja hinar fornu slóðir, að gerði afspyrnu rok.
Hann hafði verið að sækja í sig veðrið frá þ\d um nóttina,
°g er á leið daginn var veðurhæðin orðin svo mikil, að vart
var stætt milli húsa. Fjörðurinn var hvítfyssandi brimlöður,
svo langt sem augað eygði, og vindhviðurnar báru með sér
alt lauslegt, sem utanhúss var i þorpinu.
Smáskúrar, sem eigi voru rammlega bygðir, hrundu eins og
spilaborgir, og sprekið úr þeim barst langar leiðir. Á legunni
voru nokkrir opnir vélbátar, róðrarbátar og mótorkútter
Hórðar Jónssonar. Þegar um morguninn höfðu nokkrir hinna
smærri og veikbygðari báta sokkið, eða slitnað upp og þá
rekið á land. Og eftir því sem á leið daginn og veðurhæðin
^oagnaðist, fækkaði bátunum á legunni. En ekkert varð að gert.
Undir kvöldið var þar enginn eftir nema mótorkútterinn, sem
var að sjá eins og leiksoppur milli holskeflanna, en loks huldi
1T|yrkur alt útsýni, svo ekki varð lengur fylgst með baráttu
hans við náttúruöflin.