Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Side 2

Eimreiðin - 01.05.1970, Side 2
66 EIMREIÐIN arháskóla. Nu var hann að kynna sér íslenzka tungu, eins og hún var töluð víðs veagr um landið, og nú gerðist hann forkólfur að stofnun Hins íslenzka bókmenntafélags. íslandsferð var í þann tíma ekkert barnagaman og ferðalög um þvert og endilangt ísland á hestbaki voru heldur ekki erfiðislaus óvönum og meira að segja heilsuveilum útlendingi. Og margur maðurinn, sem á annað borð hefur út í þetta hugsað, mun hafa spurt: Hvernig getur hafa á því staðið, að þessi rúmlega hálfþrítugi Dani lagði þetta á sig? Já, og hvernig stóð á að hann tók upp á því að læra íslenzku án tilsagnar þegar í latínuskóla? Var það eingöngu sakir þess, hve hneigður hann var til málanáms og málfræðirannsókna? Svarið við þessu er að finna í grein, sem mesti og fjölhæfasti manndóms- og gáfumaður, sem íslendingar hafa átt, Jón Sigurðs- son, ævinlegur forseti íslands, ritaði um Rasmus Rask. Þar er þess getið, að Rask hafi á skólaárunum sagt svo í bréfi til vinar síns: „Það skal vera mín huggun og gleði að læra þetta mál, og að sjá af ritum þess, hversu rnenn hafa fyrrum þolað andstreymi og með hreysti klofið það. Ég læri ekki íslenzku til þess að nema af henni stjórnfræði eða hermennsku eða þess konar, en ég læri hana til jrsss að geta hugsað eins og maður, til þess að útrýma Jaeim kotungs- og kúgunaranda, sem mér hefur verið innrættur frá blautu barnsbeini, til þess að stæla hug og sál, svo ég geti gengið í hættur óskelfdur, og að sál mín kjósi heldur að segja skilið við líkamann, en að breyta út af því eða afneita, sem hún hefur fengið fulla og fasta sannfæringu um að sé satt og rétt.“ Það virðist auðskilið, aðj þótt Rask hafi þegar sem unglingur dáð sjálfa hina íslenzku tungu, hin margvíslegii blæbrigði hennar og lögmál þau, er hún laut, og haft yndi af að rekja til hennar rætur síns eigin móðurmáls, hefur það verið andi íslenzkra bók- mennta, sem varð honuni uppspretta þess, sem hann fann sig vanta, þeirrar stælingar huga og sálar og þess höfðingháttar í skap- gerð, er fengi útrýmt þeim „kotungs- og kúgunaranda," sem var í þann tíð ríkjandi meðal danskra húsmanna, átthagafjötraðra og ofurseldra geðþótta hortuga aðalsmanna og gósseigenda, sem allt frarn á þessa öld litu á alþýðu manna sem óæðyi manntegund, ef hún ætti þá skilið að teljast til manna frekar en húsdýra. Strax á unglingsárum mínum hafði ég lesið það mikið af sögu- legum heimildum um hagi okkar á liðnum öldum, að ég sat stund- um eins og dolfallinn og hugleiddi þær hörmungar, sem yfir ís-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.