Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Qupperneq 3

Eimreiðin - 01.05.1970, Qupperneq 3
bókmenntirnar og þjóðfélagið 67 lenzku þjóðina höfðu dunið af völdum ísa, eldgosa, jarðskjálfta, slysfara, erlends arðráns og skorts á möguleikum til bjargræðis — og þá ekki sízt til þjóðlegrar samhjálpar, og þannig hef ég ávallt öðru hverju fallið í stafi yfir heimildum um þessi efni, nú seinast með í höndum bókina Mannfellir og harðceri eftir Hannes biskup Finnsson, en þá bók gaf Almenna bókafélagið út á liðnum vetri. Hvernig gat í rauninni á því staðið, að þjóðin fékk goldið þá ofur- mannlegu blóðskuld, sem kynslóð eftir kynslóð varð að; gjalda öld eftir öld, án þess að tortímast eða að hér yrðu aðeins eftir strjálar byggðarleifar, þar sem byggju ósamstæðar og þjóðvitundarlausar mannkindur, — já, hvernig rnátti það verða, að í upphafi íslenzkrar endurreisnar væri í þessu landi samstæð; þjóð, talandi sína fornu tungu, dáandi sína erfðamenningu, yrkjandi og skrifandi, langt fram yfir það, sem nokkur efni stóðu til, margur kotungur gæddur stoltri höfðingslund og heildin hlustandi furðu vökul á gný þeirra frelsisaldna, sem risu á heimshöfunum? Þó að þetta hafi verið mér og sé jafnvel ennþá undrunarefni þóttist ég tiltölulega snemma aldurs míns kornast að raun um, hver hefði verið hin mikla bjargvættur, og mér hefur löngum verið það einhver hin Ijúfasta sýslan að gera mér sem allra Ijósasta og nákvæmasta grein fyrir því, hvernig eitt hefur þróast af öðru í gróðurríki íslenzkra bókmennta, rnótað af harðviðrum lífskjara þjóð- arinnar og þó ávallt gætt ódrepandi seiglu og lífsmagni, svo sem þjóðin sjálf. En þrátt fyrir vitneskju mína í þessum efnum, var mér það undrunarefni og ný staðfesting á þjóðgildi íslenzkra bók- mennta, að á ferðum mínum í Noregi komst ég að lífrænni raun um, að Heimskringla Snorra var þar sífrjór Vitazgjafi þjóðlegs metnaðar, framaþrár og órofa einingar, og svo kom mér það þá engan veginn á óvart, þegar vitrir, norskir menningarfrömuðir létu svo um mælt eftir heimsstyrjöldina, að hinn ósýnilegi, en ósigrandi foringi norsku þjóðarinnar í sívaxandi og heimskunnri baráttu hennar gegn ógnarveldi hins nazistíska innrásarliðs hefði verið Snorri Sturluson. Það var svo nokkru eftir, að ég kom heim frá Noregi, að ég rakst fyrst á hinn óræka vitnisburð Rasmusar Rasks, sem launaði íslenzku þjóðinni þannig það, sem hann hafði þegið, að hann gerðist forystumaður um vernd íslenkrar tungu og menningar — og þrátt fyrir áður örugga vitneskju, urðu mér orð hans óseigjanlega kærkomin staðfesting á sannindum, sem mér hefur orðið þess betur ljóst, sem ég hef gert mér gleggri grein fyrir fram-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.