Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Page 4

Eimreiðin - 01.05.1970, Page 4
68 EIMREIÐIN vindu íslenzkra fræðslu- og menningarmála, að brýna nauðsyn bæri til að innræta svo hverjum Islendingi í bernsku og æsku, að þau yrðu honum jafnsamgróin og skyldan og viljinn til lífsbjargar. Ýmsir uppalendur og raunar allmargir fleiri hafa hina síðustu áratugi látið í ljós ekki ósvipað viðhorf við fornbókmenntum okk- ar og þær væru, sakir mannvíga þeirra, sem þar er frá sagt, engu hollari ungmennum heldur en glæpareyfarar af lakasta tagi og bíó- og sjónvarpsmyndir, þar sem þjófnaður, rán og morð eru aðalefnið, og ég varð þess greinilega vís, þá er ég gerði í Eimreiðinni árið 1956 harða hríð að útgáfu sorprita, jafnóvandaðra að máli, efni og atburðarás, að þeir, sem stóðu að útgáfu slíkra rita, höfðu til- hneigingu til að jafn þeim við íslenzk fornrit, þar eða þar væri engu síður sagt frá æsilegum atburðum en í sorpritunum. Þá hef ég komizt að raun um, að eftir því sem fleiri fræðimenn hafa látið í ljós, að íslendingasögurnar hefðu lítið og jafnvel ekkert sann- sögulegt gildi og þær væru meira að segja engan veginn örugg heimild um uppruna þjóðarinnar og hætti hennar á landnáms- og söguöld, hefur gildi þeirra stórum rýrnað í augum almennings — og þó einkum hjá þeim, sem þykjast svo sem sitthvað hafa lært og hugsað, en í rauninni hafa aldrei á sig lagt að gera sér sjálfstæða grein fyrir neinu því, sem máli varðar. Þó ég sé uppalinn á afskekktum stað vestur í Fjörðum, var þar í þann tíma ekkert fásinni. Á heimili foreldra minna var álvallt á þriðja tug manna, þar á meðal allmargt af gömlu fólki, fæddu á árunurn frá 1830 til 1850, og á hinum fjórum bæjunum í I.okin- hamradalnum var það margt manna, að í dalnum öllum bjuggu um fimmtíu manns. Auk þess voru þar frá einum og upp í tvo tugi útróðrarmanna á haustin. Þetta var á árunum upp úr síðustu alda- mótum. Þá höfðu íslendingasögur verið gefnar út í ódýrurn útgáf- um, og þær voru þaullesnar á bæjunum og í verbúðunum, bæði upphátt og í einrúmi. Ég komst og að raun um, að gamla fólkið hafði heyrt þær lesnar í eldri útgáfum eða af skrifuðum handritum, sem gengu bæja á milli, og sumt af gamla fólkinu hafði heyrt ýmsar þeirra sagðar svo greinilega, að ekki var sleppt úr atburðum eða persónum, sem komu svo mjög við sögu, að máli varðaði. Sögumennirnir höfðu og kunnað öll helztu orðaskipti. Ég minnist þess greinilega, að flest af fólkinu þarna í dalnum — og einnig vermennirnir, — kunni beint eða óbeint að, meta snilli sagnahöf- undanna í frásagnarhætti og mannlýsingum, og allir heyrendur

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.