Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Síða 6

Eimreiðin - 01.05.1970, Síða 6
70 EIMREI3IN Samhliða sögunum voru rímurnar ennþá á bernskuárum mín- um vinsæl skemmtun alls þess fólks, sem bjó í næsta umhverfi við foreldra mína, þó að vinsældum rímnanna væri þá víða tekið að hraka. Ég minnist að minnsta kosti tíu rímnaflokka, sem kveðnir voru á heimilinu, sumir oftar en einu sinni. Var um helmingur þeirra eftir Sigurð Breiðfjörð, en á honurn hafði fólkið rnestar mætur allra rímnaskálda — og engu síður á mansöngvum hans, en sjálfum rímunum. Þó að persónur rímnanna væru margar jafn ósennilegar og atburðarásin, var hvort tveggja rætt og virtist verða að lifandi veruleika, og þar var því sama til að dreifa og í umræð- um um íslendingasögur, að menn voru metnir fyrst og fremst eftir drenglund þeirra og sönnum manndómi. En merkastar voru um- ræðurnar um skáldamálið. Fullorðna fólkið skildi kenningar og heiti það vel, að það gat fylgzt með í þeim atburðum, sem frá var sagt, en sumir báru þar þó mjög af öðrum, og þótti engin hneisa, þó að hitt fólkið spyrði þá eða þær, sem bezt vissu, og sjálfsagt þótti að fræða börn og unglinga um gátur kenninga og heita. Voru að minnsta kosti einn karlmaður og ein kona í hópi heimilis- fólksins, sem gátu ekki aðeins skýrt, hvað þetta eða hitt þýddi, lieldur rakið til róta skáldamálið og stundum gert það að lifandi og eftirminnilegum myndurn. Var þetta ómetanlegur skóli í ís- lenzkri tungu og vakti á henni áhuga, ást og virðingu, sem varð ungum dýrmætt veganesti. Þetta gerðist fyrir 50—60 árum vestur í Lokinhömrum í Arnar- firði, en ég hafði sagnir af því sama af munni gamals fólks, sem mundi það frá sinni bernsku. Þetta hafði og gerzt um aldir, hvað, sem yfir þjóðina dundi og hversu sem að henni var þjarmað. Það hafði haldið við manndómi og metnaði kvaldrar alþýðu, það hafði haldið við íslenzkri tungu og þróað hana, án þess að hún tæki óæskilegum og misþyrmandi breytingum, og það hafði haldið vakandi sköpunargáfu og sköpunarmætti íslenzks anda, — og þetta hafði vissulega gerzt um land allt frá andnesjum til afdala, svo að tungan og hin skapandi hvöt varð þjóðlegt einingartákn hinna dreifðu byggða í veglausum héruðum og landshlutum. Án þessa hefðu þeir Vídalín og Hallgrímur aldrei orðið það, sem þeir urðu þjóðinni, — hún farið á mis við að hlusta á þrumuklerkinn, sem harðast vó að mannkynsóvininum, í hvaða líki, sem hann birtist, — og það, sem örlög þrungnara hefði reynzt henni: hún hefði ekki í hörmungum átjáandu aldarinnar, þá er ef til vill að henni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.