Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Qupperneq 10

Eimreiðin - 01.05.1970, Qupperneq 10
74 EIMREIÐIN þreytt er kapphlaup um að afla sér sem mestra þæginda, sem fjöl- breyttastra krása, sem fjölþættastra skemmtana, — og þá skemmtana á þeim stöðum, þar sem ekki heyrist mannsins mál fyrir dyn og orgi, ískran og skellum ýmiss konar hljóðfæra og fólkið verður jafnafkárlegt og ómannlegt í sefjun sinni og vímu og hinir sískældu og síðhærðu strýskegglingar, sem berja og blása, ömurlega ómennsk- ir í sinni vélkenndu viðleitni til að líkjast sem rnest erlendum úrkynjunarfyrirbrigðum. Það dáir rnargur Svía — og Dani mætturn við engu síður dá, en sannarlega eru skrugguský á lofti menningar- legrar framtíðar þessara þjóða. Það voru amerískir verkamenn, en ekki úrkynjaðir synir ýmiss konar burgeisa, sem gerðu aðsúg að jafnaðarmanninum og alþýðuforingjanum Olav Palme, þá er hann var á ferð í New York nú fyrir skemmstu — og þeir brizluðu hon- um um þær sænsku bókmenntir, sem nú ræki á fjörur hins vest- ræna heims. Maður líttu þér nær, sögðu jreir. Þá segir og frá því er danskur maður frá Árósum var á á ferð í Bretlandi, að ýmsir þeir, sem hann átti tal við, hafi ekki kannast við borgina Árósa, en hins vegar dönsk klámrit og klámbækur, og hann var spurður, hvort Danir ættu ekki aðrar bókmenntir sér til fjár og frama í Bret- landi! Sá maður, sem nú hefur í nærfellt hálfan annan áratug verið menntamálaráðherra íslendinga, er góður ræðumaður og hefur sagt sitthvað eftirminnilegt. í ræðu, sem hann hélt við hátíðlegt tækifæri ekki alls fyrir löngu, fórust honum meðal annars þannig orð: „Með bók í hönd getur maðurinn verið einn, en þó horft um víða veröld, virt fyrir sér aðra menn og sjálfan sig, skyggnzt inn í eigin hug og annarra. Fyrir þessar sakir er bókin eitt hið sterkasta þjóðfélagsafl, sem um getur.“ Ég býst varla við, að margir gerist til að draga þessi orð ráðherr- ans í efa. Bókin hefur þegar sýnt það hér á landi og einnig er- lendis, að. veldi hennar stendur svo fösturn fótum, að engin enn kunn fjölmiðlunartæki fá úr því dregið, og meðal alls, sem á bók er skráð, er skáldskapurinn áhrifamestur. Það hefur sannazt hér á íslandi síðustu árin, því að þó að hér sé nú starfrækt íslenzkt sjónvarp, sem dregið hefur svo úr aðsókn í kvikmyndahúsunr, að sum þeirra verða að hætta rekstri, hefur aldrei verið meiri aðsókn að leiksýningum en einmitt nú. Hvort mundi svo ekki talsvert undir því komið, að íslenzkar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.