Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Síða 12

Eimreiðin - 01.05.1970, Síða 12
76 EIMREIÐIN Þetta mun flestum að vonum þykja ljót og næsta óhugnanleg framtíðarsýn, og ýmsir munu segja: Hana, þar er nú kallinn orð- inn elliær! En minnumst hinnar jákvæðu reynslu af íslenzkum bókmenntum og þeirrar ómótmælanlegu staðreyndar, „að bókin er eitt hið sterkasta þjóðfélagsafl, sem um getur.“ Hins vegar ber svo að því að hyggja, að blómgun íslenzkra bókmennta kemur ekki af sjálfu sér eins og nú er komið þjóðarhögum og stöðu ís- lands í heiminum. Jafnvel þótt ungur maður sé efni í góðskáld, er engan veginn víst, að; hann velji sér það hlutskipti að yrkja og skrifa. Það er áreiðanlega sannmæli, að margur er skáld, þó að hann yrki ekki, og nú er margra og verður brátt enn fleiri kosta völ gáfuðum, áhugasömum og að vonum allmetnaðargjörnum ung- lingum. Svo að segja til hvaða náms sem er, annars en þess, er stefnir að þjálfun skáldskaparlegra hæfileika, geta ungir menn fengið löng og ódýr lán, geta jafnvel sett ríkisstjórn og Alþingi stól- inn fyrir dyrnar, ef ekki með einungis friðsamlegri kröfugerð, þá með hálfgildings ofbeldi og ótvíræðum hótunum. En sannarlega þarf sá á að halda námi og þjálfun, sem ætlar að helga sig skáld- skap. Skáld fær meira að segja aldrei numið handverk sitt til fullnustu, auk þess sem það þarf í rauninni sífellt að auðga sig að nýjum hugmyndum um efni og form og hafa náin kynni af flestu því, sem máli varðar með samtíð þess. Þetta virðast íslenzkir ráða- menn alls ekki skilja, og þá ekki frekar hitt, að svo sem nú er hátt- að kjörum fullveðja skálda og rithöfunda, er þess ekki að vænta, að íslenzkar bókmenntir eigi sér glæsilega framtíð. Hvernig má það samrýmast, að viðurkennd sé af öllum þakkarskuld íslenzku þjóðarinnar við skáld og rithöfunda liðinna alda og ennfremur sagt á æðstu stöðum í áheyrn fjölda manns, að bókin sé eitt hið sterkasta þjóðfélagslegt afl, sem um getur, og svo sé ekki einu sinni búið svo vel, að jafnvel viðurkenndum rithöfundum, að þeir eigi kost á láni með viðundandi kjörum til að koma skýli yfir sig og sína, eins og flestir aðrir borgarar þjóðfélagsins, hvað þá að starf þeirra sé svo hátt metið, að þeir geti helgað sig því og séu launaðir þótt ekki væri nema með upphæð, sem svaraði nokkurn veginn til byrjunarlauna hinna alvöldu mjólkurfræðinga? Hitt er svo annað mál, en að mínum dómi eðlilegt og raunar sjálfsagt, að rithöfundarnir hafi eins og hverjir aðrir borgara skyld- ur gagnvart þjóð sinni. Það fylgir því sannarlega ábyrgð að hafa tök á einu hinu sterkasta þjóðfélagsafli, sem um getur. Það er víðs
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.