Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Síða 23

Eimreiðin - 01.05.1970, Síða 23
Gamall söngur og nýr í Bessastaðaskóla í framhaldi af viðtalinu hér á undan við Helgu Jóhannsdóttur veitti hún Eimreiðinn leyfi til þess að birta kafla úr lýsingu, sem hún hefur undir hönd- um, á lífinu í Bessastaðaskóla, og fjallar hann um söng skólapilta og viðbrögð þeirra við hinum nýja söng, sem þá var að berast til landsins, og nánar er getið um í viðtalinu. Þessi lýsing hefur aldrei verið prentuð, en er skrifuð um síðustu aldamót. Hún er eftir Árna Thorsteinson landfógeta, sem var sjálfur skólasveinn í Bessastaðaskóla síðustu árin sem skólinn starfaði þar, en sem kunnugt er var lærði skólinn fluttur til Reykjavíkur 1846. Eins og áður var vikið á, var aðalverður kl. 12, og byrjuðu kennslustundir aftur fyrst kl. 2. Máltíðinni var fljótt lokið, því hún byrjaði strax kl. 12, og vörðu svo piltarnir því sem svo var eftir af tímanum eða 1% stund til skemmtana, og skal lítið eitt frá þeim sagt. Einkum þegar eigi var veður til útivistar, var talsverðu af tímanum varið til söngs. Mest var sungið ein- raddað og svo hinn svonefndi tvísöngur. Fleirraddaður söngur heyrðist þvínær aldrei, og var mjög lítið tíðkaður af mönnum hér á landi, en þó af einstöku sigldum mönnum frá háskólan- um og fáeinum öðrum sem höfðu lært eitthvað af þeim. Pétur Guðjónsson var þá fyrir nokkrum árum kominn úr sigl- ingu og orðinn skólakennari í Reykjavík. Hann gjörði sér mik- ið far um að innleiða margradd- [aðjan söng, og mátti eigi heyra söng þann er tíðkaðist þá í skól- anum, og lét mjög til sín taka er hann talaði við pilta. Á hinn bóg- inn töldu þeir hans söngaðferð útlent prjál sem eigi ætti við ís- lenzkt loft, siðu eða þjóðerni. Ber vott um það kvæði Jónasar Hallgrímssonar, er hann orti eft- ir kirkjugöngu sína í dómkirkj- una. P(étur) G(uðjónsson) sem var áhuga og þrekmikill maður var harður í horn að taka við pilta, og þeir eigi síður bæði við hann sjálfan og eins í dómum sínum um söng hans við aðra. Hann var mikill vinur Þorgríms gull- smiðs Thomsen og kom því oft að Bessastöðum, oftastnær með öðrum er honum urðu samferða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.