Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Side 26

Eimreiðin - 01.05.1970, Side 26
90 EIM R EIÐIN bílastæðinu. Brúnn kassi í aftur- sætinu ruggar, en er studdur. Bílar, búðir og fólk eru að baki. Við blasir Stjörnuhæð. Hún er brött og neðst er ein- stakt, gamalt og grámálað timb- urhús með risi og kjallara. Efst gnæfa hús höfðingjanna. Þau eru tignarleg og litirnir falla að klöppum og gróðri. Vegurinn beygir til suðurs og þaðan upp á hæðina. Höfðinginn ekur hratt og leggst í beygjurnar. Uppi á hæðinni er nýbyggt hús. Við það stendur flutninga- bíll, en í dyrunum er frúin. Hún er lág, grannvaxin, dökkhærð og skarpleit. Hústeikningin blaktir í höndum hennar og augun verða svört, þegar hún áminnir mennina um aðgæzlu við að bera inn húsgögn rir bílnum. Svo snýr hún sér að höfðingjan- um. — Mikið þú komst. — Hu, segir hann, opnar aðra afturhurð bílsins og seilist í brúna kassann. Lyftir honum á brjóstið og tifar í átt að húsinu. — Hvað mikið? spyr frúin. — Tíu. — Gosdrvkkirnir? — Verða sendir. Hann er kominn til hennar og bíður þess, að hún víki. — Góði, farðu með þær í kjallarann. Komdu svo og taktu við teikningunni, húsgögnin eru merkt inn á. — Hu, segir hann og rogast með kassann fyrir húshornið. Austan við Stjörnuhæð er lækur. Þegar rignir koma smá- seyrur af hæðinni. Þær seitla milli húsanna, sem standa við lækinn. Þau voru byggð úr timbri og sum hafa síðan fengið járnklæðningu eða steinhúð. Hér var ekkert skipulag. Menn byggðu húsin móti sól, gróður- settu móti sól og nú er sólskinið horfið úr stofunum þeirra. Þorpið var skipulagt fyrir tveimur árum. Áður var það sjálfstætt, nú er það hluti af borginni, á hverfisstjóra og beinar og fallegar hraðbrautir á skipulagskortinu. Nokkru fé hafði þó verið varið til fram- kvæmda. Það sönnuðu þrjú stór- luisi fyrir verkamenn, sem rúma áttu alla þorpsbúa. Þó fór á ann- an veg. Búendurnir við lækinn sátu um kyrrt í húsum sínum, sumir hurfu til ,,betri staða“, en húsin fylltust jafnóðum af vin- um og vandamönnum þeirra látnu. Lækurinn var á sinn hátt möndull þorpsins. Þar var leik- svæði barnanna, fundarstaður öldunganna og yfir hann flugu tvíræð orð og setningar hús- freyjanna. Fyrir kom, að ekki var látið sitja við orðin tóm og sézt höfðu börn og húsfreyjur

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.