Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Page 42

Eimreiðin - 01.05.1970, Page 42
Tvð kvæði ♦—----------- Eftir Richard Beck SUMARTÖFRAR Á SÆVARSTRÖND Hægan andar sær við sóluroðnar strendur, sundin spegilgljáu strjúka geisiahendur. Yzt við sjónhring bláfjöll teygja hvíta tinda, töfrafögur sveipast bjarma himinlinda. Seiðmagn hafs og fjalla huga vængjum lyftir, hversdagsleikans þokuhjúp af augum sviftir, andans sjónum nýja opnar dýrðarheima, elfur Ijóssins sigurmáttar þaðan streyma. EINTAL FÍFILSINS „Áður var ég fífill fagur, féll um vanga gullið hár. Liðinn nú er dýrðardagur, drúpir kollur hærugrár. Bleikur senn ég fell að foldu, fylgi bræðra horfnri sveit. Annar rís úr mjúkri moldu, minn er prýðir auðan reit. Sáttur því ég höfuð hneigi, halla mér að jarðar sæng. Ljómi kvölds að liðnum degi leggur um mig geislavæng."

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.