Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Page 50

Eimreiðin - 01.05.1970, Page 50
114 EIMREIÐIN íslandsferðina í Politiken. Ein- ar Hjörleifsson Kvaran var þá ritstjóri ísafoldar. Hann þýddi greinina og birti í blaði sínu Isa- fold. Segir Einar um greinina m. a.: „Mikil ánægja er ísafold að flytja ritgerð herra Martins And- ersen Nexö í þýðingu. Ekki svo að skilja, að vér sanrþykkjum allt, sem þar stendur. Oss virðist meiri ástæða til að þakka höf- undi þann einlæga, falslausa vilja á að skilja þjóð vora. og þann ástúðlega sanngirnisanda og bróðernishug, sem kemur fram í grein hans. Vér göngum að því vísu, að í raun og veru muni meiri hluti danskra manna vera honum sammála, Jregar hann segir: — íslendigar eru þjóð, og óskir þeirra sem Jrjóðar er að vera fullvalda. — Slík ummæli geta ekki annað en vakið þakk- læti og virðingu í brjósti allra íslendinga. Hér skal svo tekinn stuttur Jráttur úr grein Nexö. Hann seg- ir: Danir þekkja ekki ísland og íslenzku Jrjóðina sem vert væri. — Alls staðar þar sem menn hafa komið sér saman um að eitt- hvað merkilegt sé að sjá fyrir sunnan okkur, standa Danir í halarófu og bíða þess þolinmóð- ir, að að þeim komi að verða frá sér numdir. Suðurlönd eiga forn ítök í oss, útþráin hefur smám saman orðið að andvarpi eftir meiri sól. En nú er verið að kanna að nýju gamlar leiðir til nýrrar veraldar, það er til ís- lands, mikilfenglegrar náttúru- fegurðar og þjóðar, sem vér upp- götvum, oss til mikillar furðu, að eru bræður vorir. — Danir munu fyrst um sinn halda áfram að sigla til íslands, stútfullir af fornsagna hugmyndum. Þegar Jreir ganga á land, eru þeir við )m búnir að hitta nokkra ön- uga menn, fjandsamlega öllu Jrví, sem danskt er, niðja hinna fornu ættarhöfðingja, þjóð, sem sitji við fornsagnalestur eða þvaðri um lýðveldi, — og fyrir þeim verður það, sem dásamleg- ast er alls, þjóð, sem er að lifa æsku sína. Hér er engin forn- saga, hún er 1000 ára gömul á botni mannkynssögunnar; hér starfa menn, meðan dagur vinnst, önnum kafnir, heil þjóð, en lít- il, — ekki nema tæpar hundrað þúsundir manna, — þjóð, sem lifir lífi, er myndazt hefur með henni sjálfri, og fylkir sér þétt utan um sína eigin lifandi tungu, sín eigin lög, sín eigin stór- menni. Síðustu öldina hafa þeir verið að undirbúa sig í kyrrþey, án þess að veröldin vissi neitt af því, og eru þess nú albúnir að stökkva aftur sem æskumenn fram á vígvöll tímans eftir þús- und ára hvíld. Fjölmennir eru Jreir ekki — ekki fleiri en svo, að vér Danir getum þetta eina skipt- ið látið oss finnast sem vér séum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.