Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Page 61

Eimreiðin - 01.05.1970, Page 61
AFREKSVERK -) 25 sem leðurblökuvængjum vítt frá grundu þeirn veifði, fjaðralausum, gramur synda, til þriggja átta ofsastormar dundu, — Cocytus fraus í kulda þeirra vinda, og kvalatár af augum sex hann hristi, blóðfroðutauma munnar iötuns mynda, í hverjum þeirra, líkast kölnum kvisti, liann kramdi syndara einn á milli tanna og þannig þrjá í stærstu nauðum nísti. Hér er það myndauðug og markviss lýsingin í hrikaleik sínum, samhliða kjarnmiklu málfarinu, er um annað fram dregur að sér athygli lesandans. En ágætt dæmi jress, að Guðmundur slær jafn eftirminnilega á mildari strengi kvæðisins, og jafnframt sönnun þess, hve víða er snilldarhandbragð á þýðingu hans, bæði um nær- færni og sambærilegan íslenzkan búning að orðfæri og hrynjandi, eru eftirfarandi upphafserindi úr VIII. kviðu úr Hreinsunareld- inum, er fylgja hér á eftir, fyrst í þýðingu Dorothy L Sayers og síðan í íslenzku þýðingunni: Now — in the hour that melts with homesick yearning The hearts of seafarers tvho’eve had to sav Farewell to those they love, that very morning — Hour when the new-made pilgrim on his way Feels a sweet pang go through him, if he hears Far chimes that seem to knell the dying day — Did I suspend the office of my ears, And turn to watch a spirit rising there, And beckoning with lris hands for listeners. Folding his palms, he lifted them in prayer, With gaze set eastward, that said visibly To God: „For Thee ancl nothing else I care.“

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.