Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Qupperneq 79

Eimreiðin - 01.05.1970, Qupperneq 79
GRETTIR ÁSMUNDSSON Þorbjörn: Ekki ræðum við mál þessi við húskarla. (Snýr sér að Illuga.) Mikill skaði er það með þig svo röskvan mann sem þú ert, að þig hefir hent sú óvizka að ráðast til fylgilags með útilegðarmanni þeim og illvirkja sem hér er nú fall- inn, og verða fyrir það rétt- dræpur og ógildur. lllugi: Svo fremi veiztu það, sem úti er Alþingi í sumar, hverjir útlægir verða eða falli ógildir fyrir þau verk, er hér hafa ver- ið unnin. Þorbjörn: Það ætla ég, að flest- um þar muni þykja vel hafa til tekizt, er svo stórsekur skógarmaður, sem Grettir var, hefir loks verið drepinn. Illugi: Eigi muntu né kerling hin arma fóstra þín dæma þau mál. En galdrar ykkar og forneskja hafa drepið Gretti, þó að þið bæruð járn á hann að dauða kominn, og muntu ósæmd og ábyrgð af hljóta. Þorbjörn: Rösklega segir þú, en eigi mun svo verða. Vil ég nú sýna, að mér þykir mannskaði að þér og gefa þér líf, ef þú vilt vinna mér trúnaðareið að hefna í engu á þeim, er í þess- ari aðför hafa verið. Illugi: Það þætti mér umtalsmál, ef þið hefðuð unnið á Gretti með drengskap og harðfylgi, en nú þykir mér þess engin von, að ég muni það til lífs 143 mér vinna að sættast við slík- an ódreng, sem þú ert. Skal enginn vera þér óþarfari en ég, ef ég lifi, því seint mun mér fyrnast hvernig þér unnuð á Gretti dauðvona. Vil ég miklu fremur deyja með honum en lifa við slíka smán. Þorbjörn: Hvað lízt ykkur félag- ar, hvort fært er að gefa Illuga lausan með þvílíkum afarkost- um sem hann heitir oss? Kárr húskarl: Ráða skaltu öllum aðgerðum í þessu máli. Alun- um við ekki á okkur þann vanda taka né neitt það, er hér hefir til tíðinda orðið í ferð þessari. Þorbjörn: Ekki kann ég að eiga mann þennan yfir höfði mér, er engum tryggðum vill lofa, en heitir oss hinum mestu af- arkostum, og leiðum hann út í eyna til höggs. Illugi: (Hlær við.) Nú réðuð þið það af sem mér var nær skapi. Veit ég að aldrei deyr góður orðstír, og þótt ég hafi lifað skamma ævi, þá hygg ég, að sæmd mín megi því lengur endast. En það ætla ég, að fyr- ir illræðisverk þau, er hér eru unnin með tilstuðlan fjöl- kynngi og fordæðuskapar, verðir þú dæmdur ólífismaður á Alþingi, og þinn níðings- skapur uppi meðan landið verður byggt. (Þeir leiða 111- uga út. Það dimmir á svið-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.