Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 7

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 7
FRÁ RITNEFND Þegar tímarit Kennaraháskóla íslands, Uppeldi og menntun, kemur nú út í fimmta sinn er vel við hæfi að líta yfir farinn veg og hugleiða hvort tímaritið hafi orðið sá vettvangur fræðilegrar og hagnýtrar umfjöllunar sem stefnt var að. Sérstaða tíma- ritsins felst einkum í því að þar eru birtar viðameiri rannsóknar- og fræðigreinar en í öðrum íslenskum tímaritum um menntamál. Þar sem tímaritið kemur aðeins út einu sinni á ári er það óhentugt til umræðu um dægurmál sem tengjast uppeldi og menntun, en því meira er lagt upp úr vandaðri umfjöllun sem stenst tímans tönn, enda eru allar greinarnar ritrýndar af sérfræðingum á viðkomandi sviði. Sá fjöldi fræðilegra greina sem ritnefnd hefur borist á hverju ári ber með sér að full þörf var á tímariti sem þessu. Þótt ekki sé fyllilega vitað um lesendahóp tíma- ritsins er ljóst að margir kennarar og kennaranemar lesa greinarnar og ræða efni þeirra, en greinarnar hafa verið vel nýttar sem lesefni fyrir kennaranema og einnig fyrir kennara á námskeiðum eða í framhaldsnámi. Hafa þær reynst afar dýrmætar í því samhengi. Ohjákvæmilega vakna spurningar um hversu vel boðskapur greinanna kemst til skila til hins almenna kennara. Sum störf eru þess eðlis að þar fléttast eðlilega saman daglegt amstur og lestur fræðilegs efnis sem tengist starfinu. Því miður er því þannig farið með kennslu á grunn- og framhaldsskólastigi að lítið svigrúm gefst fyrir lestur á fræðiefni og vangaveltur um boðskap rannsókna og kenninga. Þau verkefni sem leysa verður frá degi til dags eru það krefjandi að flestum kennurum finnst þeir aldrei sinna þeim nógu vel. Margar greinar sem birtast í tímaritinu Uppeldi og menntun hafa heldur ekki beint hagnýtt gildi fyrir þessa kennara, þeir geta t.d. ekki nýtt þær við undirbúning kennslu. Samt sem áður geta þær verið fróðlegar aflestrar og vonandi einnig grundvöllur umræðna um menntun og skóla- starf, ekki aðeins á námskeiðum heldur einnig á kennarastofum, enda eru grein- arnar valdar með hliðsjón af því að þær eigi erindi til kennara og annarra sem sinna uppeldisstörfum. í mörgum þeirra greina sem birtast að þessu sinni er tekist á við málefni sem hafa verið ofarlega á baugi í þjóðfélags- og skólamálaumræðu á seinustu misserum. Má þar nefna grein Sigrúnar Aðalbjarnardóttur og Kristjönu Blöndal um niður- stöður rannsóknar á tóbaks- og hassneyslu unglinga og er sú umfjöllun í beinu framhaldi af grein sem birtist í síðasta árgangi tímaritsins um áfengisneyslu unglinga. Hugtökin gæðamat og gæðastjórnun eru skoðuð í tveimur greinanna. Birtar eru niðurstöður rannsókna á tengslum heimila og skóla, þar sem þessi tengsl eru skoðuð í sögulegu ljósi. Sumar greinarnar eru um málefni sem tengjast kennslu með beinum hætti. Fjallað er um sérkennslu, móðurmálskennslu og námskeið í kennaranámi þar sem áhersla er lögð á það hlutverk kennara að stuðla að jafnrétti kynja. Þórir Þórisson greinir frá rannsókn sinni á áhrifum mismunandi kennsluaðferða á árangur í tónmenntakennslu á framhaldsskólastigi. Sú grein er góð hugvekja um þau ólíku hlutverk sem kennarinn gegnir eftir því hvaða kennsluaðferðum er beitt. 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.