Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 13

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 13
LOFTUR GUTTORMSSON þéttbýli en farskólar æ víðar í dreifbýli (Loftur Guttormsson 1992:208-213). Nýmæli lagasetningarinnar 1907 fólst einkum í því að kostnað við kennslu barna 10-14 ára skyldi nú greiða af almannafé (þ.e. úr sveitar-/bæjarsjóði og landssjóði en ekki úr vasa aðstandenda barnanna) og krafist var kunnáttu í mun fleiri námsgreinum en áður. ' Með hliðsjón af undangenginni þróun er ekki að undra þótt mikill ágreiningur kæmi upp á Alþingi um það að hvaða marki börn skyldu skuldbundin til að full- nægja fræðsluskyldu með skólagöngu. Frumvarpið, sem Guðmundur Finnbogason samdi upprunalega fyrir stjórnvöld, gerði ráð fyrir almennri skólaskyldu barna tíu ára og eldri þótt árleg skólaganga væri hugsuð miklu skemmri í farskóla en föstum skóla (Alþingistíðindi 1905 11:254-277, sjá enn fremur Guðmund Finnbogason 1903:121 o.áfr.). Ákvæðinu um almenna skólaskyldu voru heimafræðslusinnar al- gjörlega andvígir (Alþingistíðindi 1905 11:1932-1934, Alþingistíðindi 1907 11:1887- 1893, 1899-1909). Eftir allmikið þjark á þingi náðist málamiðlun sem löghelgaði, í tilliti til skólahalds, þá héraðaskiptingu sem þegar var orðin föst í sessi eftir því hvort fastur skóli var til staðar eða ekki. Aðeins foreldrum í skólahéruðum (þ.e. með fasta skóla) var skylt að senda börn sín tíu ára og eldri í skóla - þessi skuld- binding fylgdi ákvæðinu um ókeypis skólagöngu. Um jafn afdráttarlausa skuld- bindingu var ekki að ræða í fræðsluhéruðum svo sem nú verður brátt rakið (Alþing- istíðindi 190711:1921-1922, Lög um fræðslu barna 1907, 6. og 13. gr.). Heimafræðslusinnar voru ekki reiðubúnir að fallast á að farskólahald yrði gert að bindandi lagareglu fyrir fræðsluhéruð. Hér varð því að leita frekari mála- miðlunar; það fólst í því að leggja skyldi undir dóm atkvæðisbærra manna í um- dæminu hvort sinna skyldi barnafræðslu með farskólahaldi eða „eftirliti með heimafræðslu". Ákvæði um þetta skyldi vera liður í fræðslusamþykkt héraðsins sem, eftir að hafa verið afgreidd á lögmætum fundi, átti að senda fræðslumála- stjórninni til staðfestingar. (Lög um fræðslu barna 1907, 9.-13. gr.).1 * * * * * Lengst var hægt að ganga í skuldbindingarátt með því að setja ákvæði í fræðslusamþykkt um að öll börn á skólaaldri skyldu „taka þátt í þeirri sameiginlegu barnafræðslu, er fræðslu- héraðið veitir". Hér líkt og í skólahéruðum mátti þó undanþiggja börn slíkri skyldu ef heimilisfeður þeirra færðu sönnur á að þau mundu njóta fullnægjandi fræðslu heima (6. og 13. gr.). Um ýmis önnur atriði en sjálft kennsluformið, svo sem ráðningu og laun kennara, kennslutíma, kennslubækur og -áhöld, átti að kveða á í fræðslusamþykkt héraðsins. Á þennan hátt var skapaður möguleiki á því að íbúar hvers umdæmis tækju á lýðræðislegan hátt ákvörðun um ýmis atriði varðandi skipulag barna- fræðslunnar, einkum hvort hún skyldi vera með föstu sniði eða farskólasniði. Það kom aftur á móti á daginn að menn voru miður áliugasamir um að neyta þessa 1 Þetta ákvæði m.a. gaf tilefni til líflegra bréfaskipta milli einstakra fræðslunefnda og fræðslumálastjórnarinnar. Þessar heimildir varpa ljósi á ólík viðhorf sem voru á kreiki á hvoru þessara tveggja stjórnsýslustiga. Þáttur í skólasöguverkefni á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla íslands, „Alþýðufræðsla á íslandi 1880-1980'7, er að safna gögnum úr þessum heimildum. Þessi úrvinnslugögn eru varðveitt hjá stofnuninni sem Skjöl fræðslumiílastjóniar 1908-1927; hér á eftir verður vísað til þeirra með skammstöfuninni Skjöl að viðbættu númeri hlutaðeigandi gagnablaðs. 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.