Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 13
LOFTUR GUTTORMSSON
þéttbýli en farskólar æ víðar í dreifbýli (Loftur Guttormsson 1992:208-213). Nýmæli
lagasetningarinnar 1907 fólst einkum í því að kostnað við kennslu barna 10-14 ára
skyldi nú greiða af almannafé (þ.e. úr sveitar-/bæjarsjóði og landssjóði en ekki úr
vasa aðstandenda barnanna) og krafist var kunnáttu í mun fleiri námsgreinum en
áður.
' Með hliðsjón af undangenginni þróun er ekki að undra þótt mikill ágreiningur
kæmi upp á Alþingi um það að hvaða marki börn skyldu skuldbundin til að full-
nægja fræðsluskyldu með skólagöngu. Frumvarpið, sem Guðmundur Finnbogason
samdi upprunalega fyrir stjórnvöld, gerði ráð fyrir almennri skólaskyldu barna tíu
ára og eldri þótt árleg skólaganga væri hugsuð miklu skemmri í farskóla en föstum
skóla (Alþingistíðindi 1905 11:254-277, sjá enn fremur Guðmund Finnbogason
1903:121 o.áfr.). Ákvæðinu um almenna skólaskyldu voru heimafræðslusinnar al-
gjörlega andvígir (Alþingistíðindi 1905 11:1932-1934, Alþingistíðindi 1907 11:1887-
1893, 1899-1909). Eftir allmikið þjark á þingi náðist málamiðlun sem löghelgaði, í
tilliti til skólahalds, þá héraðaskiptingu sem þegar var orðin föst í sessi eftir því
hvort fastur skóli var til staðar eða ekki. Aðeins foreldrum í skólahéruðum (þ.e.
með fasta skóla) var skylt að senda börn sín tíu ára og eldri í skóla - þessi skuld-
binding fylgdi ákvæðinu um ókeypis skólagöngu. Um jafn afdráttarlausa skuld-
bindingu var ekki að ræða í fræðsluhéruðum svo sem nú verður brátt rakið (Alþing-
istíðindi 190711:1921-1922, Lög um fræðslu barna 1907, 6. og 13. gr.).
Heimafræðslusinnar voru ekki reiðubúnir að fallast á að farskólahald yrði gert
að bindandi lagareglu fyrir fræðsluhéruð. Hér varð því að leita frekari mála-
miðlunar; það fólst í því að leggja skyldi undir dóm atkvæðisbærra manna í um-
dæminu hvort sinna skyldi barnafræðslu með farskólahaldi eða „eftirliti með
heimafræðslu". Ákvæði um þetta skyldi vera liður í fræðslusamþykkt héraðsins
sem, eftir að hafa verið afgreidd á lögmætum fundi, átti að senda fræðslumála-
stjórninni til staðfestingar. (Lög um fræðslu barna 1907, 9.-13. gr.).1 * * * * * Lengst var hægt
að ganga í skuldbindingarátt með því að setja ákvæði í fræðslusamþykkt um að öll
börn á skólaaldri skyldu „taka þátt í þeirri sameiginlegu barnafræðslu, er fræðslu-
héraðið veitir". Hér líkt og í skólahéruðum mátti þó undanþiggja börn slíkri skyldu
ef heimilisfeður þeirra færðu sönnur á að þau mundu njóta fullnægjandi fræðslu
heima (6. og 13. gr.).
Um ýmis önnur atriði en sjálft kennsluformið, svo sem ráðningu og laun
kennara, kennslutíma, kennslubækur og -áhöld, átti að kveða á í fræðslusamþykkt
héraðsins. Á þennan hátt var skapaður möguleiki á því að íbúar hvers umdæmis
tækju á lýðræðislegan hátt ákvörðun um ýmis atriði varðandi skipulag barna-
fræðslunnar, einkum hvort hún skyldi vera með föstu sniði eða farskólasniði. Það
kom aftur á móti á daginn að menn voru miður áliugasamir um að neyta þessa
1 Þetta ákvæði m.a. gaf tilefni til líflegra bréfaskipta milli einstakra fræðslunefnda og fræðslumálastjórnarinnar.
Þessar heimildir varpa ljósi á ólík viðhorf sem voru á kreiki á hvoru þessara tveggja stjórnsýslustiga. Þáttur í
skólasöguverkefni á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla íslands, „Alþýðufræðsla á íslandi
1880-1980'7, er að safna gögnum úr þessum heimildum. Þessi úrvinnslugögn eru varðveitt hjá stofnuninni sem
Skjöl fræðslumiílastjóniar 1908-1927; hér á eftir verður vísað til þeirra með skammstöfuninni Skjöl að viðbættu
númeri hlutaðeigandi gagnablaðs.
11