Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 21

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 21
LOFTUR GUTTORMSSON VIÐBRÖGÐ VIÐ VANRÆKSLU HEIMILANNA I þéttbýli var hægara fyrir foreldra og forráðamenn barna að finna kennsluúrræði fyrir börn undir skólaskyldualdri en í strjálbýlum fræðsluhéruðum. Takmarkaða sókn barna í opinbera skóla eftir 1907 ber ekki að skilja svo að þau hafi að öðru leyti farið á mis við skipulega fræðslu utan heimilis. I fyrsta lagi buðu einstaka bæjar- félög upp á vornámskeið fyrir byrjendur eða börn sem voru skammt komin með nám. I Reykjavík var þannig haldinn á þriðja áratugnum sex vikna „sumarskóli" sem sóttur var af 50-90 börnum (Skýrsla um Barnaskóla Reykjavíkur 1923-1 924:9, Skýrsla um Barnaskóla Reykjavíkur 1924-1925:10, 1925-1926:8, Kristín Indriðadóttir 1995:26). Þá beitti skólanefnd ísafjarðar sér fyrir því árið 1922 að stofnuð var sérstök lestrardeild eða „stöfunardeild" við barnaskólann (Jón Þ. Þór 1990:250). Til svipaðra úrræða var gripið í ýmsum öðrum kaupstöðum og kauptúnum (Helga Gísladóttir og Sesselja Kristinsdóttir 1981 [ópr]:9-ll, Anna G. Magnúsdóttir o.fl. 1982 [ópr.]:9). Það er í samræmi við þessa tilhögun sem fræðslulögin 1926 heimiluðu að stytta mætti árlegan námstíma, sem miðaðist við 24 vikur, um einn mánuð vor eða haust til að rýma fyrir kennslu 7-9 ára barna (Lög um fræðslu barna 1926, 5. gr.). í öðru lagi var algengt í þéttbýli að boðið væri upp á einkakennslu barna undir skólaskyldu- aldri; gekk hún undir ýmsum nöfnum, svo sem „smábarnakennsla", „leskennsla". Slík kennsla var meira að segja komin á sums staðar fyrir setningu fræðslulaganna 1907 (Jón Þ. Þór 1990:250-251, Þorsteinn Víglundsson 1962:129, Björg Sigurðardóttir 1996 [ópr.]:5, 18, 31, Guðlaug Teitsdóttir 1980 [ópr.]:4, 10, 17). Var upp og ofan hvort eða hversu mikið einkakennsla af þessu tagi var styrkt af bæjarsjóði. Dæmi eru um að skólanefndarmenn hafi sjálfir tekið á sig kennslukostnaðinn (Rósa Guðmundsdóttir og Pálína Guðmundsdóttir 1980 [ópr.]:33). Af auðskildum ástæðum varð úrræðum af þessu tagi miklu síður við komið í strjálbýlum fræðsluhéruðum en í skólahéruðum. NIÐURLAG Fyrstu áratugina eftir setningu fræðslulaganna 1907 hvíldi mikil ábyrgð á for- eldrum og forráðamönnum barna um fræðslu þeirra. Þeim var ætlað að sjá til þess með eigin úrræðum að börnin lærðu að lesa og skrifa áður en þau fengju aðgang að skólakennslu í formi opinberrar þjónustu. I sveitum landsins, þar sem farskólahald var ráðandi fræðsluform, byggðist fræðsla barna, tíu ára og eldri, áfram að tals- verðu leyti á heimafræðslu vegna þess hve hinn árlegi opinberi kennslutími var í reynd skammur. Þar sem börnum var kennt til fullnaðarprófs heima undir eftirliti kennara, hvíldi kennslubyrðin að langmestu leyti á hlutaðeigandi heimilum. Um þriðjungur íslenskra barna á fræðsluskyldualdri bjó enn við farkennslu og eftirlits- kennslu um miðjan þriðja áratug aldarinnar. Þótt framboð á skólakennslu væri í sjálfu sér takmarkað, var þó eftirspurn foreldra eða forráðamanna fyrir liönd barnanna lengi vel áberandi minni. Tregða margra heimila til að láta börnin njóta tilskilinnar opinberrar fræðslu og ganga undir opinber próf var yfirvöldum mikið áhyggjuefni á þessu tímabili. Frá sjónar- hóli þessara síðarnefndu var slík tregða til merkis um skammsýni og mótþróa 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.