Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 34

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 34
AÐ GREINA MOZART FRÁ MENDELSSOHN hljóma o.s.frv.). Hér á eftir verður hverjum þessara þátta lýst nánar (sjá einnig yfir- lit í Töflu 4), en fyrst skal greint frá skýringum sem gefnar voru einkennahópi áður en stílhugtakaþjálfunin sjálf hófst. Orðskýringar til einkennahóps. í ljósi þess hve formleg tónmenntun nemendanna var lítil þótti óvarlegt að treysta því að þeir hefðu skilning á þeim átta lýsingum á dæmigerðum stíleinkennum sem notaðar voru við stílhugtakaþjálfun einkenna- hópsins (óræðir hljómar, jafnar hendingar o.s.frv.). Því var merking þessara undir- hugtaka útskýrð með orðum, tóndæmum og myndmáli fyrir nemendum þessa hóps áður en rannsóknin hófst. Notast var við þjóðlög og rokktónlist við þessar skýringar í stað klassískrar og rómantískrar tónlistar til að koma í veg fyrir að þessir nemendur fengju forskot á dæmahópinn hvað varðaði reynslu af klassískum og rómantískum tónstílum. Skrifleg könnun í lok þessarar kennslu benti eindregið til að nemendur hefðu skilið hugtökin. Það skal áréttað að þeim var þó aldrei sagt beinum orðum hver af einkennunum væru talin einkenna stíl A og hver stíl B. Eins og venja er í hugtakarannsóknum af þessu tagi (sjá t.d. Bower og Clapper 1989: 273-275) áttu nemendur beggja hópa að uppgötva sjálfir með ágiskunum og leið- réttingum hvaða stíleinkenni ættu við hvorn stílinn A eða B. Með öðrum orðum mynduðu þeir hugtökin sjálfir á grundvelli mismunandi upplýsinga.10 Stílhugtakaþjálfunin. í byrjun var nemendum beggja hópa sagt að þeir ættu í næstu átta kennslustundum að læra að greina rétt tvo mismunandi stíla í tónlist. Til þess fengju þeir að heyra oft sömu 17 píanódæmin og ættu þeir að læra hver þeirra tilheyrðu stíl A og hver stíl B. Síðan var eftirfarandi fyrirmælum, sem prentuð voru á svarblöð nemenda, varpað á tjald og lesin: Fyrst verðið pið bara að giska á í hvorum stílnum hvert dæmi er. Þegar þið eruð búin að skrifa ágiskun ykkar á svarblaðið þá gef ég ykkur upp rétta svarið og leyfi ykkur að heyra dæmið aftur. Skrifið rétta svarið í seinni dálkinn (hvort sem ykkar svar var rétt eða rangt) án þess að breyta fyrri ágiskun. Þannig munuð þið fljótlega uppgötva hvaða dæmi og einkenni tilheyra hverjum stíl. Reynið að læra almenn einkenni hvors stíls þannig að þið getið síðar flokkað rétt ný dæmi sem þið hafið ekki heyrt áður. Öll A-dæmin hafa einhver sameiginleg einkenni. Ekkert eitt einkenni er þó óbrigðul vísbending um stílinn, það satna gildir um B-dæmin. Markmiðið er að allir læri sem fyrst að flokka öll dæmin rétt - síðan kemur próf. Fyrir utan nánari leiðbeiningar um útfyllingu svarblaðsins og fyrirlagningu dæm- anna voru þetta einu fyrirmælin til dæmahópsins, sem byrjaði strax að læra að flokka þjálfunardæmin 17. Við fyrirmæli einkennahópsins var hins vegar bætt: Til að þið lærið betur hvað almennt einkennir hvorn stíl, gefég ykkur upp áberandi einkenni vissra dæma (t.d. sveigjanlegt slag) um leið og þið hlustið á þau og giskið á stílinn. Þar sem þið fáið alltaf rétta svarið eftir hverja ágiskun munuð þið fljót- lega uppgötva hvaða einkenni tilheyra hverjum stíl. Að öðru leyti en hér hefur verið lýst fór þjálfunin eins fram í báðum hópum. Ein tilraun fór fram við upphaf og önnur við lok hverrar 80 mínútna kennslustundar, 10 Eingöngu tónlistarlegra upplýsinga í dæmahópi, en bæði tónlistar- og munnlegra upplýsinga í einkennahópi. 32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.