Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 84

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 84
GÆÐAMAT í HÁSKÓLASTARFI ekki þótt skipta verulegu máli, a.m.k. ekki settar fram á þennan hátt. Nýjungar í fjárhagslegum samskiptum fræðslustofnana og fjármálaráðuneytis, t.d. svokölluð „samningsstjórnun", kalla hins vegar mjög á umræður af þessu tagi (Nýskipan í ríkisrekstri 1994). 1 tengslum við þau atriði sem nefnd hafa verið hljóta menn að skilgreina hver sá er sem mótar stefnu og stjórnar rekstri fræðslustofnunar. Eru einhver tengsl milli stjórnanda og markaðar eða greiðanda? Ef einhver bein tengsl eru þarna á milli verður að skýra hvers eðlis þau eru nákvæmlega. Ef engin bein eða ótvíræð eða ábendanleg tengsl eru þarna á milli verður að gaumgæfa hvernig valdinu er þá háttað og hvers konar aðhaldi eða eftirliti stjórnandinn sætir. Hefur stofnunin sjálf- dæmi? I mörgum stofnunum er málum svo háttað að samtök starfsmanna ráða mestu þegar allt kemur til alls, eða ákvæði kjarasamninga, eða hefðhelgaðar starfs- reglur, jafnvel óskráðar. Þetta vekur upp spurningar um það hver eða hverjir eru taldir eiga mest í húfi vegna tilveru stofnunarinnar. Ráða þeir einhverju um stofnunina? I beinum tengslum við þessi atriði verður þá að skilgreina hvernig stjórnandi og stjórnendur eru valdir til forystustarfa við stofnunina, og jafnframt hver eða hverjir velja þá. Hvaða eiginleikar eru taldir mestu skipta við val stjórnanda? Þá er spurt hvort miðað er við starfsaldur, lærdómstitla, virðingarröð, eða e.t.v. við virðulegt fas og roskinn aldur, þjónustulipurð eða fræðilega yfirburði, frægð eða fjárhagstengsl, ábyrgðartilfinningu, nýsköpunargleði eða jafnvel stjórnunarhæfi- leika. Minna má á í þessu efni að alkunna er að háskólamenn hafa lengi talið við hæfi að fyrirlíta almenn stjórnunarsjónarmið viðskiptalífsins og hefur þessa mjög gætt í hefðbundnu háskólastarfi víða. Þannig segir frægur háskólamaður í Bretlandi í nýlegu riti: „Rekstrar- og stjórnunarsjónarmið eru bæði óþörf og óæskileg í há- skólum" (tilv. eftir LSE 1995:127). Mjög mikilvægt atriði við gæðamat í fræðslustarfi er að skilgreina og ná sam- stöðu um það hvernig meta sl jli árangur fræðslustarfsins. Hvar og í hverju birtist hann? Dæmi er þess að árangur sé metinn í siðferðilegum þroska námsmanna, eða í verklagi þeirra, dugnaði eða þrautseigju í störfum, skipulegum vinnubrögðum og skilvirku starfi eða í valdi þeirra yfir tilteknum þekkingaratriðum, eða jafnvel í auðæfum þeirra. Onnur dæmi eru um að árangur sé metinn í „auknu manngildi", „menningarlegri" ráðstöfun tómstunda, „skýrri" hugsun, „gagnrýninni" hugsun, eða í þátttöku brautskráðra námsmanna í listum og „hámenningarlífi". Þekktar mælistikur eru t.d. að árangur sjáist í vaxandi hagnaði fyrirtækja sem fyrrverandi námsmenn starfa við, eða í auknum bóklestri eða aðsókn að leiksýningum, eða í „hærra menningarstigi þjóðarinnar" yfirleitt. Og þá spyrja menn einnig hvað í ósköpunum slíkt merki og hvernig það skuli þá metið. Stundum hefur jafnvel verið spurt hvort árangurinn birtist e.t.v. í hjálpsemi brautskráðra námsmanna við lítil- magna, eða í harðvítugri lífsgæðasókn og eiginhagsmunapoti þeirra. I beinu framhaldi þessa verður spurt hvenær árangur fræðslustarfsins birtist. Kemur hann í ljós einu ári eftir að námi lýkur, innan fimm ára, eða hálfum eða heilum mannsaldri síðar? Þá getur það einnig skipt máli hvað í þessum síðbúna árangri er beinlínis afleiðing fræðslustarfsins og hvað að einhverjum hluta árangur 82 j
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.