Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 86

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 86
GÆÐAMAT í HÁSKÓLASTARF að, stundvísi, nýjungagirni, staðfestu, samviskusemi, skyldurækni, sýndarmennsku, mont? Hvað merkja þessi orð? Er í reynd verið að styrkja yfirstéttarstöðu náms- mannanna? Af öllum þessum orðum má ýmislegt ráða um markað fræðslustofn- unar og um það tímamið sem tekið er, en málið vandast heldur en ekki þegar íklæða skal þessi fögru orð raunverulegu innihaldi og framkvæmd í verki. Með öll þessi fögru orð og háleitu hugtök í huga má enn spyrja hvernig meta megi hagkvæmni, nýtni, gjörnýtingu, skilvirkni og hámörkun árangurs úr þessu starfi. Eða þarf ekki að mæla neitt af þessu? Margir hafa haldið því fram að þessar mælistikur séu fræðslustarfinu eiginlega óviðkomandi, en framvinda samfélags- málanna knýr skólamenn til að endurskoða þá afstöðu. Fræg eru dæmin, að stefnt sé að þeim árangri „að telja hafrana frá sauðunum" eða þvert á móti „að koma öllum til nokkurs þroska". Þessi andstæðu stefnumið segja meira en langar frá- sagnir um samfélagslegt hlutverk fræðslustarfsins. Æskilegt væri að nefna nokkur ljós og jarðbundin einstök dæmi til skýringar. Hér verður aðeins þrennt nefnt og verða tekin dæmi af sviði rekstrar og atvinnulífs sem er kennslusvið höfundar þessarar greinar. I fyrsta lagi bendir ýmislegt til að úrslitum ráði á ferli ábyrgðaraðilja í atvinnulífinu að hann eða hún geti sagt „nei" og staðið við það þrátt fyrir óvinsældir, þrýsting, erfiðleika og annað. Hvernig verður slíkt kennt? I öðru lagi bendir margt til þess að úrslitum ráði á ferli ábyrgðaraðilja í atvinnulífinu að hann eða hún geti komist á fætur fárveikur eða fárveik eldsnemma að morgni í manndrápsbyl með allt í kaldakoli heima fyrir, farið í vinnuna og skilað brýnu verkefni með skynsamlegri og hófsamlegri ákvörðun á tilsettum tíma. Hvernig verður slíkt „undirbúið", kennt eða þjálfað? Enn skal nefnt að í nýlegu blaðaviðtali segir forystumaður í dönsku viðskiptalífi að „brjóstvit og orðheldni skipti mestu í fari forystumanns" (Tholstrup 1995). Hvernig á að kenna slíkt? Margar þeirra spurninga sem hér hafa verið lagðar fram víkja beint eða óbeint að þeirri staðreynd að langflestar menntastofnanir voru stofnsettar og hafa verið starfræktar vegna áhuga, metnaðar eða stefnuskrár stjórnvalda, aðals- eða auð- manna, eða tiltekinna samtaka (Hunger og Wheelen 1993:386398, Petersen og Lewis 1986:594-617, Sharp o.fl. 1990:74-101). Þær hafa því að upphafi mótast fyrst og fremst af frumkvæðisvilja stofnenda og eigenda en ekki af því að einhverjir við- tökuaðiljar eða „þegar" kölluðu eftir þjónustunni í einmitt þeirri mynd sem hverri stofnun var gefin. I þeim kemur stjórnun, stefnumótun og fjármagn einatt „að ofan" og án beins tillits til eða umhugsunar um „markað" eða óskir „á markaði". Þessar stofnanir komast því í nokkurn vanda þegar þær standa allt í einu frammi fyrir þeirri kröfu að finna og skilgreina „markað sinn" og að þjóna honum um fram allt. Þær voru stofnsettar í þeim anda sem lengst af hefur verið kenndur við rómverskan höfðingja og auðmann sem hét Gaius Maecenas. Og þá verður spurt hvernig þessi „mesenat"-hefð stenst kröfur samfélagsins á dögum okkar. Er hún alveg fráleit, eða hvað? 84
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.