Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 88

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 88
GÆÐAMAT Í HÁSKÓLASTARFI Nemendur gefa kennara álit sitt á fræðslunni, þ.á m. á fyrirlestrum, leiöbeining- um, athugasemdum og leiðsögn. Þetta álit er gert fyrir hvert einasta námskeið á eyðublöðum sem sameiginlega hafa verið undirbúin. Niðurstöður matsins eru síðan lagðar fram þannig að ekkert verði rakið til einstaklinga. Og útfyllt eyðublöð eru ekki einkamál kennamns heldur lögð fram öllum öðrum kennurum og stjórn- endum til vitundar og umræðu. Stöðugt eiga sér stað sameiginlegar umræður og tilraunastarfsemi um kennslu- hætti, sókn að markmiðum, um kennslufræði og um framkvæmd kennslu. Viðhorf og aðferðir gæðastjórnunar, og t.d. algæðastjórnunar, eru þekkt, viðurkennd og hagnýtt í starfinu ekki sem einstakt tímabundið verkefni heldur sem stöðugur starfs- þáttur ígrunnskipulagi stofnunarinnar. Óháðar dómnefndir, sem utanaðkomandi aðiljar skipa að mestu eða öllu leyti, eru fastur þáttur í starfi og ákvörðunum, t.d. um umsækjendur um störf, um rann- sóknir og önnur sambærileg verkefni starfsmanna, um framgang og starfsframa o.s.frv. I starfi þessara dómnefnda þarf vitanlega að taka tillit til stefnulýsingar og annarra skipulagsheimilda, m.a. til að tryggja frjó og árangursrík tengsl rannsókna og fræðslu um leið og vísindalegt frelsi háskólakennara og rannsóknarmanna er virt. Með ákveðnu millibili, einu sinni eða tvisvar á ári, á sér stað fundalota starfs- manna og stjórnenda um framvindu, framþróun, sjálfsgagnrýni og umbætur í starfinu. Til þessara funda er einnig boðið einhverjum fulltrúum eða talsmönnum þess umhverfis sem stofnunin þjónar eða a.m.k. sérstaklega fjallað um aðstæður, óskir og framvindu þessa umhverfis skólans. Það er jafnan viðurkennt að stofnunin hlýtur að taka staðfestingu sína, „afsökun fyrir tilveru sinni", utan frá, frá þeim aðiljum sem starfið miðast við og á að þjóna. Þessi þjónustuvitund við aðra aðilja er undirstaða gæðaviðhorfanna, vitundin um „markað" sem verður að rækja og þjóna í stöðugri þróun og verðandi. Það skiptir ákaflega miklu máli að í framkvæmd og útfærslu takist að rökstyðja alla þætti í starfsemi fræðslustofnunarinnar með tilliti til þeirra heildarmarkmiða og sérstöku hlutamarkmiða sem um er að ræða. I þessu efni verður að tengja allt starfið m.a. við þau skilgreiningarefni sem rakin eru framar í þessari grein. Slíkt getur reynst harla flókið mál. AKADEMÍSKT GÆÐAMAT Um þessar mundir eru miklar umræður í nágrannalöndunum um gæðastjórnun í fræðslustarfi, mótun akademískra gæðakrafna og úttektir á háskólastofnunum. Vinnubrögð í þessu efni eru fyrir löngu komin í nokkuð fastar skorður vestan hafs og þar er mjög mikil reynsla fyrir hendi á þessu sviði sem þarlendir menn kalla „vottunarferli" (á ensku: accreditation process). Nú þegar hafa einnig mótast venjur og viðmiðanir í þessu efni í mörgum Evrópulöndum og liggur fyrir að hérlendis verður við þær miðað að miklu eða jafnvel mestu leyti, trúlega ekki síst vegna þess að Norðurlöndin hafa tekið þær upp. Fyrir nokkrum árum var gerð akademísk úttekt á Verkfræðideild Háskóla íslands, unnin af bandarískri stofnun, „Accredita- Á 86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.