Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 98
SERKENNSLA OG UMBÆTUR
SKÓLASTARFI
Skólitm á að vera þroskastöð einstaklingsins, kennararnir þroskaþjálfar í hinni
víðtækustu merkingu. Það er ekki minni ástæða til að efla hæftti þeirra sem ttokkra
hafa fyrir en að liðsinna hinum er styst eru kotnnir á leið (Kristján Kristjánsson
1992:259).
Hlutverk skólans er að laða fram hæfileika hvers og eins þannig að hver ein-
staklingur fái að njóta þeirra gæða sem lífið hefur upp á að bjóða.
Þeir sem eru fatlaðir til hugar eða handa þurfa mest allra á hverju því að halda sem
skólinn getur gert fyrir þá. Allt tal um jafnrétti þeirra og hittna og að eittnig þeir
skuli eiga tækifæri í nútíð og framtíð, er einbert fals, efskólinn skilur þá eftir miðs-
vegar meðan aðrir eru studdir til dáða (Jón Björnsson 1992).
Enda þótt við Islendingar séum uppfullir jafnréttisástar í tali hefur framkvæmd
blöndunar í skólastarfi steytt á viðhorfum fólks eða fordómum innan skóla og utan
og átt undir högg að sækja.
ÞVERSAGNIR í LÖGUM OG REGLUGERÐUM
Þrátt fyrir vilja löggjafans til að setja lög, sem tryggja jafnan rétt allra barna á skóla-
skyldualdri, er að finna ýmsar þversagnir í þeim starfsramma, sem grunnskólanum
er settur, sem stríða gegn meginmarkmiði grunnskólalaga. Flest ákvæðin eru þó
sett í þeirri góðu trú að þannig sé þeim sem við skarðan hlut hafa búið tryggður
ákveðinn réttur. Akvæðin verða þó fremur til að viðhalda aðgreiningu, úreltum
viðhorfum eða fordómum.
I mínum huga lýtur blöndun ekki eingöngu að því að færa nemendur með
sérþarfir, eins og þeir eru skilgreindir í 37. gr. laga um grunnskóla, að hinu „al-
menna skólastarfi, heldur miklu fremur að umbótum í skólastarfi í þágu allra nem-
enda. Mjög greindir nemendur þurfa ekki síður á sérstökum viðfangsefnum að
halda en greindarskertir. Sú gagnrýni á skólann er ekki ný af nálinni að þessum
nemendum sé ekki nógu vel sinnt. Jafnvel er skólinn sakaður um að halda aftur af
þeim í námi.
Það að sett er sérstakt ákvæði í lög um börn og unglinga með sérþarfir, sbr. 37.
gr. nýrra laga um grunnskóla, er fyrsta þversögnin í viðleitni laganna til blöndunar.
Oll ákvæði greinarinnar gætu staðið í Aðalnámskrá, þar sem fjallað er um nám og
kennslu, og tryggði það jafn vel rétt nemenda. Aðalnámskrá er tæki til að jafna
aðstöðu til menntunar og samræma menntun barna og unglinga á grunnskólastigi.
Hún túlkar ákvæði laganna og gerir grein fyrir þeim mörkum sem hverjum skóla
og starfsmanni eru sett. Aðalnámskrá er þannig ætlað að skapa kennurum og
skólum nauðsynlegan grundvöll til að skipuleggja markvissa kennslu fyrir alla
nemendur. Hún er starfsrammi fyrir skóla til að samræma skipulag, framkvæmd
og mat á skólastarfi.
Onnur þversögn felst í því að setja eigi sérstaka reglugerð um kennslu þessara
barna og unglinga. Reyndin verður sú að spurt er hver þessi nemendahópur sé.
Hann er aðgreindur frá öðrum nemendum, merktur, og skólinn gerir tilkall til
aukins fjölda tíma til að geta mætt eðli og þörfum þessara nemenda eins og lög
mæla fyrir um. Mörkin eru mjög óljós og greiningin í skólum oft fremur háð
96