Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 98

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 98
SERKENNSLA OG UMBÆTUR SKÓLASTARFI Skólitm á að vera þroskastöð einstaklingsins, kennararnir þroskaþjálfar í hinni víðtækustu merkingu. Það er ekki minni ástæða til að efla hæftti þeirra sem ttokkra hafa fyrir en að liðsinna hinum er styst eru kotnnir á leið (Kristján Kristjánsson 1992:259). Hlutverk skólans er að laða fram hæfileika hvers og eins þannig að hver ein- staklingur fái að njóta þeirra gæða sem lífið hefur upp á að bjóða. Þeir sem eru fatlaðir til hugar eða handa þurfa mest allra á hverju því að halda sem skólinn getur gert fyrir þá. Allt tal um jafnrétti þeirra og hittna og að eittnig þeir skuli eiga tækifæri í nútíð og framtíð, er einbert fals, efskólinn skilur þá eftir miðs- vegar meðan aðrir eru studdir til dáða (Jón Björnsson 1992). Enda þótt við Islendingar séum uppfullir jafnréttisástar í tali hefur framkvæmd blöndunar í skólastarfi steytt á viðhorfum fólks eða fordómum innan skóla og utan og átt undir högg að sækja. ÞVERSAGNIR í LÖGUM OG REGLUGERÐUM Þrátt fyrir vilja löggjafans til að setja lög, sem tryggja jafnan rétt allra barna á skóla- skyldualdri, er að finna ýmsar þversagnir í þeim starfsramma, sem grunnskólanum er settur, sem stríða gegn meginmarkmiði grunnskólalaga. Flest ákvæðin eru þó sett í þeirri góðu trú að þannig sé þeim sem við skarðan hlut hafa búið tryggður ákveðinn réttur. Akvæðin verða þó fremur til að viðhalda aðgreiningu, úreltum viðhorfum eða fordómum. I mínum huga lýtur blöndun ekki eingöngu að því að færa nemendur með sérþarfir, eins og þeir eru skilgreindir í 37. gr. laga um grunnskóla, að hinu „al- menna skólastarfi, heldur miklu fremur að umbótum í skólastarfi í þágu allra nem- enda. Mjög greindir nemendur þurfa ekki síður á sérstökum viðfangsefnum að halda en greindarskertir. Sú gagnrýni á skólann er ekki ný af nálinni að þessum nemendum sé ekki nógu vel sinnt. Jafnvel er skólinn sakaður um að halda aftur af þeim í námi. Það að sett er sérstakt ákvæði í lög um börn og unglinga með sérþarfir, sbr. 37. gr. nýrra laga um grunnskóla, er fyrsta þversögnin í viðleitni laganna til blöndunar. Oll ákvæði greinarinnar gætu staðið í Aðalnámskrá, þar sem fjallað er um nám og kennslu, og tryggði það jafn vel rétt nemenda. Aðalnámskrá er tæki til að jafna aðstöðu til menntunar og samræma menntun barna og unglinga á grunnskólastigi. Hún túlkar ákvæði laganna og gerir grein fyrir þeim mörkum sem hverjum skóla og starfsmanni eru sett. Aðalnámskrá er þannig ætlað að skapa kennurum og skólum nauðsynlegan grundvöll til að skipuleggja markvissa kennslu fyrir alla nemendur. Hún er starfsrammi fyrir skóla til að samræma skipulag, framkvæmd og mat á skólastarfi. Onnur þversögn felst í því að setja eigi sérstaka reglugerð um kennslu þessara barna og unglinga. Reyndin verður sú að spurt er hver þessi nemendahópur sé. Hann er aðgreindur frá öðrum nemendum, merktur, og skólinn gerir tilkall til aukins fjölda tíma til að geta mætt eðli og þörfum þessara nemenda eins og lög mæla fyrir um. Mörkin eru mjög óljós og greiningin í skólum oft fremur háð 96
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.