Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 112

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 112
KYNFERÐI, JAFNRÉTTI OG ÞROSKI BARNA þátttöku í fjölskyldulífi" (sama rit og sjá einnig Guðnýju Guðbjörnsdóttur 1990). Ber það ástand greinileg merki þess að uppeldis- og heimilisstörf njóta ekki mikillar virðingar. Konur taka virkan þátt í atvinnulífi, en margt bendir til að ábyrgð á heimilishaldi og fjölskyldulífi hvíli enn mjög á herðum þeirra og standi þá jafn- framt í vegi fyrir þátttöku þeirra í stjórnmálum og ábyrgðarstöðum tengdum „mótun samfélagsins". Ef kennarar ætla sér að sinna þessu verkefni verða þeir að brjóta þær venjur sem ríkja í skólastarfi og einnig að leggja á sig vinnu við að móta eigin námskrá og námsefni. Kennararnir eru auk þess sjálfir hluti þeirrar menn- ingar sem er gegnsýrð af kynbundnum viðmiðunum og jafnvel fordómum sem tengjast einmitt „virkri þátttöku í fjölskyldulífi, atvinnulífi og mótun samfélagsins alls" og geta því átt erfitt með að greina vandann. Ljóst er að kynbundin viðmið og einkenni þurfa engan veginn að vera neikvæð. I Menning okkar er að nokkru leyti kynbundin, karlamenning og kvennamenning, og þurfa börn einmitt að læra að virða menningu beggja kynja. En huga verður að því að konur hafa alls staðar verið valdaminni en karlar og hefur menning þeirra og virðing fyrir henni mótast af þeirri staðreynd. í skýrslu menntamálaráðuneytisins er eitt af undirmarkmiðum að „konur, reynsla þeirra og kvennamenning verði gerð sýnilegri en áður" - og tilgreint að stuðla þurfi að aukinni virðingu „bæði stúlkna og drengja fyrir konum og því sem talið er kvenlegt" - m.a. til að auka sjálfsvirð- ingu stúlkna og trú á eigin getu (Menntamálaráðuneytið 1990:15-17). Misrétti kynja í skólastarfi getur birst í ýmsum myndum. Það getur falist í því að annar hópurinn fær skilaboð, bein eða óbein, um að hann sé ómerkilegri eða óæðri en hinn hópurinn; meðal annars vegna þess að annar hópurinn fær greinilega meiri athygli eða hrós frá kennurum. Misrétti getur líka falist í því að þroskamögu- leikar bæði stúlkna og drengja rýrast vegna kynbundinna væntinga og fordóma. Hugsanlega beinir kennarinn nemendum ómeðvitað inn á ákveðnar brautir í námi, hvetur börn eða letur eftir því hvers kyns þau eru. Slík samskipti leiða til þess að menntun og þroska barna eru skorður settar. Þessar hömlur ganga þvert á þær kröfur sem gerðar eru til einstaklinga í nútímasamfélagi, að þeir séu sveigjanlegir og geti gengið inn í margvísleg hlutverk. Nauðsynlegt er því að búa kennaranema undir viðfangsefni sem geta reynst flókin. Þeim ber að kenna börnum að bera virðingu fyrir eigin kynferði og kyn- bundinni menningu, en vera jafnframt á verði gagnvart þeim þáttum menningar og félagsmótunar sem leiða til kúgunar eða niðurlægingar. Þeir verða að taka tillit til þess að einstaklingsmunur er mikill, stúlkur eru afar ólíkir einstaklingar ekki síður en drengir, og varhugavert að alhæfa um eiginleika hvors hóps um sig. Þess verður að gæta að „allir einstaklingar, óháð kyni, njóti alhliða menntunar og fái hvatningu til náms í samræmi við áhuga þeirra og þroska" (sama rit, bls. 15). Þær fyrirmyndir, sem börn kynnast, t.d. í fjölmiðlum og námsefni, geta bent til þess að meðfædd hæfni kvenna og karla til að takast á við margvísleg störf sé ólík. Þróun undanfarinna áratuga hefur leitt í ljós hið gagnstæða og augljóst að breytileikinn innan hvors hóps er mikill. Bæði konur og karlar hafa haslað sér völl á ýmsum sviðum, bæði í námi og starfi - innan heimilis og utan - sem áður voru einokuð af gagnstæðu kyni. Ef börn eiga að fá hvatningu til að njóta sín á sem flestum sviðum, óháð kyni, verða 110
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.