Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 114

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 114
KYNFERÐI, JAFNRÉTTI OG ÞROSKI BARNA Um markmið og mat á verkefninu Verkefninu var ætlað að vekja kennaranema til umhugsunar um tengsl kynferðis og samskipta í skólastarfi og fá þá til að skoða með gagnrýnum augum eigin við- brögð og viðbrögð kennarans og hugleiða hvort þau tengdust kynferði nemenda. Einnig var verkefninu ætlað að vera kveikja að nánari umfjöllun um kynferði og skólastarf, jafnrétti og misrétti (Ragnhildur Bjarnadóttir 1995:7-8). Markmiðið með verkefninu var að efla skilning nemanna á því hvernig kynferðið tengist aðstæðum barna til þroska, og jafnframt að vekja áhuga þeirra á þessum málefnum. Leiðir til að meta árangur voru þrenns konar: - Að nokkru leyti var um mjög huglægt mat að ræða á þeim skýrslum sem nemarnir skrifuðu eftir athugunina og því hvernig umræður fóru fram í tengslum við skil á verkefnum. - Spurningalisti var lagður fyrir nemana í lok námskeiðsins þar sem þeir voru spurðir um það hvaða áhrif þessi athugun og önnur umfjöllun um kynferði og jafnrétti hefði á þá. - Nemarnir voru síðar í náminu spurðir hvernig þeim hefði þótt viðfangs- efnið og hvort þeir hefðu dregið kynferði inn í fleiri viðfangsefni í náminu. Athugun kennaranema á samskiptum í skólastofu - helstu niðurstöður Athugunin var gerð í 4.-7. bekk, og voru bekkirnir alls u.þ.b. 60. Rétt er að ítreka að þessi athugun var ekki unnin af vísindalegri nákvæmni þar sem henni var eingöngu ætlað að vera grunnur umræðu um kynferði og skólastarf. í samantekt kom í ljós að kennaranemarnir töldu drengina háværari og fyrir- ferðarmeiri í langflestum tilvikum, eða í u.þ.b. 80% tilvika. Drengirnir voru hins veg- ar aðeins taldir tala meira í um þriðjungi af þeim bekkjum sem nemarnir skoðuðu, en í flestum tilvikum var munurinn talinn vera enginn eða misjafnt livor hópurinn talaði meira. Drengirnir virtust tala hærra en ekki endilega meira. Þeir eru greini- lega fyrirferðarmeiri í samskiptum sínum bæði við kennara og aðra nemen ur. í skýrslum margra nemanna kemur þó greinilega fram að þeir töldu að þessi fyrir- ferð væri einungis í hluta drengjahópsins, hinir væru ekkert fyrirferðarmeiri en stúlk- urnar. Nemarnir gerðu þessa athugun í upphafi vikutímabils í vettvangsnámi og í umræðum töldu margir nemar að þetta ástand hefði breyst nokkuð þegar leið á vikuna, þ.e. munurinn var ekki eins áberandi í lokin. Viðtökukennarar voru nokk- uð sammála nemunum um þennan kynjamun. Þeir lögðu líka áherslu á að fyrir- ferðin væri einungis í hluta drengjahópsins. I ljós kom að í meirihluta bekkja sátu stúlkur og drengir aðgreind, og þar sem þau sátu í blönduðum hópum hafði kennarinn stjórnað sætaskipan eða nemendur dregið um sæti. I skýrslum nemanna kom margt athyglisvert fram sem sýnir að erfitt er að meta samskiptin eingöngu eftir „magni" eða „hávaða". Örfá dæmi: - Stúlkurnar hafa meiri þörf fyrir að tala við sessunaut héldur en drengirnir sem vilja fremur tala yfir allan bekkinn og eru þær þar af leiðandi tillitssamari. Klið- ur myndast þegar stúlkurnar tala við sessunaut. 112
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.