Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 125

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 125
SIGURÐUR KONRÁÐSSON KENNSLUEFNI í MÁLI OG MÁLFRÆÐI Á UNGLINGASTIGI Málfræðikennsla á unglingastigi í grunnskóla hefur lengi verið umdeild, og búast má við að svo verði enn um sinn. Oft heyrist þeirri skoðun fleygt að hverfi kennarar frá þeirri aðferð sem oftast er viðhöfð þegar t.d. kennslubók Björns Guðfinnssonar (1958) er notuð, megi telja víst að slakað verði á kröfum. Nemendur læri enga málfræði. Þetta viðhorf er vert að taka til athugunar. Verður málfræði einungis kennd með reglum, flokkun orða, beygingu og röð þeirra í setningum? I Áðal- námskrá grunnskóla (1989) er bent á aðrar leiðir og þeir sem sinna útgáfu kennslu- bóka hjá Námsgagnastofnun leitast eðlilega við að feta þann stíg. Að undanförnu hefur stofnunin gefið út margar bækur handa unglingastigi þar sem fjallað er um málfræði og reyndar íslensku í víðara samhengi en hingað til. Hér er einkum átt við bækur eins og Mályrkjubækurnar (eftir Þórunni Blöndal 1994, 1996), ásamt þremur vinnubókum, Handbók um málfræði (eftir Höskuld Þráinsson 1995) og nokkuð nýstárlega verkefnabók (eftir Pál Ólafsson 1995). Mikill fengur er í bókum þessum. Enn má nefna eina bók, íslensku 10 (eftir Bjarnveigu Ingvarsdóttur 1995), en hún virðist eiga að þjóna þeim fyrst og fremst sem æskja þess að beita hefðbundnum aðferðum í málfræðikennslu. Bækur Þórunnar Blöndal og Höskulds Þráinssonar eru greinilega samdar í þeim tilgangi að brjóta upp hefðbundna kennslu í máli og málfræði. I Mályrkju- bókunum er tvinnað saman málfræði og bókmenntum. Stuttir textar eru hafðir í bland við verkefni í málfræði. Því eru ekki farnar troðnar slóðir þegar kemur til kasta málfræði. Hún er hvort tveggja í senn skorin við nögl og einungis miðuð við ákveðna texta og verkefni. Bók Höskulds svipar öðrum þræði til hefðbundinnar kennslubókar í málfræði (þó án verkefna), en einnig er hugtökum raðað í staf- rófsröð og þau skilgreind. Höfundur tekur rækilega fram í formála (Höskuldur Þráinsson 1995:11-13) að bókina megi ekki nota sem kennslubók. Þeir sem lesa titil bókarinnar velkjast ekki í vafa: Bókin er handbók, og slíkar bækur lúta öðrum lögmálum en kennslubækur. Þau Höskuldur, Þórunn Blöndal og Páll Ólafsson höfðu unnið saman að gerð tillagna um námsefni í móðurmáli á vegum Náms- gagnastofnunar áður en framangreindar bækur voru samdar. Niðurstaðan varð sú að „handbók ætti að gera það óþarft að hafa handbókarefni inni í þeim kennslu- bókum sem þar voru gerðar tillögur um" (Höskuldur Þráinsson 1995:11). Kennslu- bækurnar áttu að verða með svipuðu sniði og Mályrkjubækurnar. Bók Páls Ólafs- sonar er safn verkefna sem miðað er við kennslubók Bjarnveigar Ingvarsdóttur (1995). Full ástæða er til að geta hennar í þessu samhengi því verkefnin eru flest miðuð við annars konar greiningu en kennarar hafa átt að venjast í kennslubókum síðustu áratugi, þótt finna megi innan um verkefni sem eru hefðbundin. Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 5. árg. 1996 123
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.