Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 16
222
Útsær JSinars Benediktssonar.
IÐUNN
unnar, að hún leysist ekki upp í starfandi öfl, magn-
þrungin og kvik, eins og lífið sjálft er. Enn stórfenglegri
en heildarsýn skáldsins er djúpsýn þess. Það er ekki
stirðnuð ytri mynd náttúrunnar, sem sjón skáldsins
dvelur við, heldur innri kraftar hennar, frumöflin, orka
og hreyfing. Samleikur hinna ytri mynda náttúrunnar
er fábreytilegur í samanburði við hinn kvika leik frum-
kraftanna, geisla og hljóms, rafs- og segulstrauma. Til
skilnings á líkingum og andstæðum í skáldskap Einars
Benediktssonar er nauðsynlegt að gera sér Ijósa grein
þessara vídda í náttúrulýsingum hans. Fyrir augum
hans, þegar hann skygnist í djúp náttúrunnar, verður
alt orka og hreyfing, alt kvikt og streymandi og afli
vakið. Hin ytri kyrstaða er ekkert annað en jafnvægi
orkustraumanna. Þegar litið er dýpra á hlutina, eru þeir
allir sama eðlis. Þegar svo er komið, að hinar dauðu
myndir náttúrunnar hafa leystst upp í orkubylgjur, hver
er þá munur þeirra og lífsins? Hver er þá munur hinnar
lifandi náttúru og þeirrar, sem kölluð er dauð? Er þá
ekki hægt að draga líkingar með þeim báðum? Þannig1
leysast andstæðurnar hið ytra upp í líking hið innra.
Og öli sjón skáldsins verður í andstæðum og líkingum.
Það eru löermál hennar.
Eg nefndi dæmi þess, hvernig hafið er persónugert í
kvæðinu Útsær. Og það eru engin sérkenni á Einari
Benediktssyni, þó að svo sé. Aftur á móti er það sér-
kenni Einars, hvernig myndir dauðra hluta og lifandi
eru samkveiktar og samrunnar í ljóðum hans. Þegar
skáldið leitar að andstæðum við hafið, þá velur það
land og himin, en þegar það vantar Iíkingar, þá sækir
það þær til mannlífsins fyrst og fremst. Ásamt and-
stæðuleiknum eru þessar líkingar það, sem mest líf
kveikir í kvæðinu. Skáldinu er svo eðlilegt að sjá sam-