Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Síða 33
IÐUNN
Kosningarnar í Svíþjóð.
239
ráðum. En þessar tilraunir til þess að vekja beyg og ótta
í þjóðinni hafa að engu haldi komið. Fólkið hefir hins
vegar verið þyrst í skýringar og fræðslu. Hver flokkur,
sem nokkuð hefir munað um, hefir verið knúður til þess
að gera grein fyrir því í ritum og töluðu máli, hvernig
hann ætlaði sér að snúast við hverju meiri háttar máli,
og þjóðin síðan skorið úr að fengnum þessum upplýs-
ingum.
Þessi virðulega og kyrláta afstaða verður ekki skýrð
á annan veg en þann, að stjórn undanfarinna ára hafi
tekist með afbrigðum vel, og þykir því hlýða að gera
stutta grein fyrir því markverðasta, sem gert hefir verið.
Þegar Alþýðuflokkurinn tók við stjórn 1932, var við-
fangsefni hans að sjálfsögðu að berjast við kreppuna.
Þetta hefir hann1 gert á þann hátt, að hann hefir á 4 ár-
um veitt 700 miljónum króna inn í atvinnulífið fram yf-
ir það, sem gert hefði verið án aðgerðar stjórnarvalda.
Og með þessu einfalda herbragði hefir atvinnuleysið
minkað um 85%, og af þeim 15 % , sem eftir eru,
hafa vinnu við sérstök störf, sem beinlínis er efnt til
þeirra vegna, en skoðast sem meira og minna óviðkom-
andi almennu atvinnulífi. Nú skyldu menn ætla, að ríkið
hlyti að vera hlaðið skuldum eftir þennan fjáraustur.
En það hefir farið á alt annan veg. Þegar kreppan skall
á, drógu menn fé sitt úr fyrirtækjum eða fyrirtækin mink-
uðu starfrækslu sína. Kaupmáttur þjóðarinnar þvarr vit-
anlega að sama skapi, og alt virtist ætla að lenda í öng-
þveiti. En stjórnin gerði sér lítið fyrir, tók féð að láni og
veitti því út til þjóðarinnar, svo hún gæti keypt og not-
ið þess, sem framleitt var. Og peningarnir komu allir
til baka. Atvinnan, sem skapaðist, hafði þau áhrif, að
skattamagnið jókst. Féð streymdi aftur inn í fjárhirzl-
una, og ríkisfjárhagur Svía er betri en í nokkuru öðru