Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 43
IÐUNN „Með tímans straumi". 24í>
Þarna sat nú ið minsta kosti Jón Sæmundsson við hli'ó
hennar í öndveginu, kjólklæddur, í hvítu vesti, afbur'ða
vel greiddur og alllir snyrtur og fágaður. En eins og að
alt væri unnið með því arna? —- Steinshljóð yfir bor'ð-
um — steinshljóð. Hjálmar lögfræðingur Mjalldal, föð-
urbróðir brúðarinnar, sem var þjóðhagi á skálaræður,
hann hafði aísagt fjölskyldunni að opna munn sinn við
þetta tækifæri til nokkurs annars en að eta og drekka.
Hyldjúp þögnin grúfði því bæði yfir súpunni og íiskrétt-
mum, og það var ekki fyr en seinast í steikinni, eða þó
öllu heldur þegar komið var fram í ísinn, að ungur
frændi brúðarinnar, stud. med. Skarphéðinn Njálsson,*')
reis úr sæti sínu, rjóður og veigum tendraður og mælti
á þessa leið:
„Eg ætla að segja ykkur örstutta þjóðsögu. Það var
einu sinni ung stúlka, sem bæði var fögur sýnum og vel
að sér ger um alla hluti. Það var og hvort tveggja, að
hún var fyrir öðrum konum, svo vítt sem til spurðist,
enda taldi hún sér hvergi fullkosta. Ýmsir hurfu því af
hennar fundi, eins og gengur, með aumari bök en áður.
En — „blíðan lagði byrinn undan björgunum fram“.
Einu sinni átti unga stúlkan leið fram með svörtum, há-
um hömrum, og þar hitti hún fyrir sér ókendan mann
í litklæðum, mikinn vexti og föngulegan, og hún fann
samstundis, að þann mann vildi hún eiga eða engan ella.
Þau tóku tal saman og mæltust við um stund, en þar kom
brátt, að hann bauð henni með sér í bergið. Þá skildi
stúlkan hvers kyns var, þá vissi hún, að þetta var huldu-
maður, og hún fann það á sér, að gengi hún með hon-
*) Maðurinn var í rauninni Níelsson, en nieð því að hann
hafði hlotið Skarphéðinsnafn í skírninni, tók hann sér þegar,
or liann vitkaðist, ættarnafnið Njálsson.