Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 118
324
Rómantík nútímans.
IÐUNN
Ef menningin stefnir að nokkru marki, hlýtur það nán-
ast að vera það: að bræða mannkynið saman í fasta
einingu, gera úr því lifandi og starfandi samfélag, sam-
virka Iífsheild. Hún verður bæði að leysa og binda, sam-
eina og drepa úr dróma. Bræða það, sem er storknað og
steinrunnið. Sameina það, sem er sundrað. Binda þau
öfl, sem eyðileggja og valda ringulreið. Leysa úr höft-
um hinar aðhverfu, byggjandi hvatir.
Rómantíkin gamla er að nokkuru endurspeglun hinna
voldugu samfélagsafla, sem byltast í þjóðadjúpunum,
og höfuð-hlutverk hennar er að leysa úr fjötrum hinn
skapandi mátt hjá manninum. En þegar hún var að strit-
ast við að skapa félagsleg vinnubrögð og lífræna menn-
ingu með miðaldirnar að fyrirmynd, voru þær tilraunir
dæmdar til að misheppnast vegna þess, að fyrirmyndin
var úrelt og nauðsynlegar félagslegar forsendur ekki
fyrir hendi. Siðbótamenn eins og Ruskin og Morris gátu
aldrei komið sínum fagurfræðilegu staðleysum niður á
jörðina. Hið rómantíska skeiðhlaup — eins og rás sög-
unnar sjálfrar — hefir sýnt oss, að hin borgaralega sér-
hyggja, eins og hún kemur fram í starfsháttum einka-
auðvaldsins, verður aldrei megnug þess að leysa þetta
viðfangsefni. Yfirdrottnunar-hugmyndin, hin skefja-
lausa sjálfhyggja, hefir í för með sér stríð allra gegn
öllum. Og hin fagurfræðilega einangrun frá samfélaginu
og lífsbaráttunni leiðir til andlegrar uppdráttarsýki.
í rauninni táknar sérhyggjan, eins og hún hefir birzt
á seinni tímum, nokkurs konar Mene Tekel fyrir alla
menningu nútímans. Þessi sérhyggja leggur fjötra á
mannlegt eðli og mannúðlegar hvatir, festir þær í þjón-
ustu dauðans í stað lífsins, kúgar og lamar. Og svo rek-
ur að því, að manneðlið rís öndvert og blint af hatri
gegn þessari menningu, sem er þess eigið verk, og not-