Búnaðarrit - 01.08.1915, Blaðsíða 18
176
BÚNAÐARRIT
III. Hallinn og pípurnar.
Þess var getið að framan, að staðhættir væru því
'hentugri, sem haliinn væri meiri og styttri. Yið það
verða pípurnar mjórri og styttri, en þær hleypa kostn-
aðinum vanalega allmikið fram, eins og sjá má af áætl-
unum þeim, sem sýndar eru aftast 1 þessari ritgerð.
Pípurnar þarf heizt að grafa niður í jörð svo djúpt, að
vatn nái ekki að frjósa í þeim. Nú stendur svo á, að
víða í kring um læki eru klettar og klappir, og því ekki
unt að grafa niður án þess að sprengja klappirnar, sem
er mjög dýrt. Er þá stundum hægt að hjálpa sér með
því að moka og hlaða yfir pípurnar, en þó skal þess
gætt, að vatnið komist ekki að og rífi ofan af þeim,
þegar vöxtur kemur í lækinn. Pípurnar eru oftast gerðar
úr járni, ýmist steypujárni eða smíðajárni. Einnig getur
komið til greina að nota sementspipur á einstöku stað,
þar sem fallhæðin er lítil.
Eins og áður var um getið (á bls. 170 neðst)
eyðist nokkuð af orku vatnsins í núning í pípunum.
Nokkur hluti af þrýsting vatnsins eða fallhæðinni fer í
það, að yfirvinna þennan núning. Því hraðar sem vatnið
rennur eftir pípunum, og því mjórri og lengri sem píp-
urnar eru, því meiri brögð verða að þessu, þ. e. a. s.
því meira tapast af fallhæðinni. Tap þetta kalla eg
fcdltap, og skal hér tekið fram, að í töflunni á bls. 171
er gengið út frá, að falltapið sé hér um bil 12°/« (tólf
af hundraði) af fallhæðinni, og mun það vanalega geta
talist hæfilegt. Sem oftast ættu pípurnar að vera svo
víðar, að falltapið færi ekki fram úr þessu. En víðari
pípur eru dýrari, og togast því pipuverð og falltap á.
Sé fallhæðin mikil og vatnsmegnið nóg, en pípurnar
langar, má stundum nota svo mjóar pípur, að falltapið
fari nokkuð fram úr þessu; þó skulu menn fara varlega
í þeim efnum, því fleira getur þá verið að athuga, en
hér greinir. Hins vegar getur líka staðið svo á, sér-
staklega sé vatnsmegnið í læknum naumt og fallhæðin