Búnaðarrit - 01.08.1915, Blaðsíða 30
188
BÚNAÐARRIT
stöðvarinnar. Yið það að fara í gegnum ljósþráðinn
hitar straumurinn hann og gerir hann glóandi, svo hann
lýsir. Styrkleiki Ijóssins eða ljósmagn lampanna er mis-
jafnt.; það er mælt í kertum, og hafa lamparnir þá
5, 10, 16, 25, 32, 50, 100 o. s. frv. kerta ljós. Mest
eru notaðir 16, 25 og 32 kerta lampar.
í Ijósþráðunum er mikil rafmagns-mótstaða og þarf
rafmagnið á allri sinni spennu að halda til þess að
komast um þá, eins og vatnið þarf fullan þrýsting til
að snúa túrbínunni. En þetta er eina leiðin fyrir raf-
magnið, til þess að komast frá einum þræði til annars.
En fari nú svo, að einangrun þráðanna bili einhvers-
staðar og þeir komi of nærri hver öðrum, þá finnur
rafmagnið þegar í stað þessa skemmri og mótstöðu-
mir.ni leið og fer nú lítið eða ekkert í gegnum lampana,
heldur alt á þessum skemda stað frá aðfærsluþræðinum
yfir í útfærsluþráðinn. Komi leiðsluþræðirnir berir hvor
við annan, verða að þessu svo mikil brögð, að straum-
urinn vex gífurlega, hitar þræðina og gerir þá glóandi,
svo þeir jafnvel bráðna; getur við það kviknað í húsinu
og vélarnar skemst. Þetta er kallað, að skamm-hlaup
komi í ieiðslurnar, en til þess að hindra það, er farið
að sem hér segir: í leiðslurnar eru sett öryggi, og eru
það ósköp iitlir leiðslubútar úr örmjóum þræði (oft silfur-
eða blýþræði), sem hitna og bráðna st.rax í sundur, ef
straummagnið vex fram yfir hið leyfilega hámark. Við
það, að þessir öryggisþræðir bráðna i sundur, kemur
skarð í leiðsluna og hringrás rafmagnsstraumsins hættir.
Slík öryggi eiga að vera bæði í bænum og i stöðvar-
húsinu sjálfu.
Suðu-áhöldin eru svipuð iömpunum að þvi leyti,
að i þeim er einnig hita- eða kyndiþráður, sem tengdur
er við leiðsluþræðina. Annars er gerð þeirra mjög mis-
jöfn og skal hér minst á 3 aðaltegundir. Hin fyrsta
er sú, að kyndiþræðinum er komið fyrir í pottinum
sjálftnn eða saðu-áháldinu sjálfu í botni þess eða hlið-