Búnaðarrit - 01.08.1915, Blaðsíða 63
BÚNAÐARRIT
221
Það var að vísu ekki tilgangur minn, að iýsa gerð
á hlandforum. Á því á hver bóndi að vita glögg deili.
Eg vil að eins minnast á, að opið á pípunni, sem liggur
út í forina, þarf að vera með sérstökum útbúnaði á
endanum, sem í er helt. Hann nefnist vatnslás. Yanti
hann, leggur forarlykt upp úr pípunni og inn í bæinn.
En hvað sem þessu líður, þá ættu þeir, sem byggja
forir, að þoka þeim hæfilega langt frá bænum og setja
þær þar sem hentugt er, en jafnframt þar sem ekki
ber mikið á þeim.
Nú er það víða, að salerni fylgir forinni, og flestir
vilja hafa það heima við bæi sína. Þó það sé að mörgu
leyti mjög hentugt, að hafa salernið yfir forinni, þá
held eg, að þessi illa gerðu úti-salerni, sem óvíða eru
fokheld, eigi að leggjast niður, nema þar sé sérstakt
sumar-salerni, og þrifleg innanhúss-salerni að koma í
þeirra stað. Hirðingu þurfa þau, ef vel á að fara og
gerðin þarf að vera vönduð, en úti-salerni eru hvorki
hent börnum né konum, þegar illa viðrar á vetrardag.
Margir bæir eru nú salernalausir. Það er ekki til fyrir-
myndar og hætt við, að það valdi óþrifnaði kringum
bæina, þó hinu sé slept, að peningum er íleygt í sjóinn,
er góður áburður er ónýttur.
Öskuhaugurinn. Það var gamli siðurinn, að í hlaðvarp-
anum fram undan bæjardyrum var stór
óþrifalegur öskuhaugur og bauð þar gestum. í haug
þennan var ekki eingöngu fleygt ösku, heldur hvers-
konar óþverra öðrum, saur og allskonar hroða. Þessir
gömlu opnu haugar eru nú víðast komnir undir „græna
torfu“, þaktir og grasi grónir eða komnir í flög jarðabóta-
mannanna. Þó sjást þeir enn á stöku stað. Að haug-
um þessum er auðvitað mesti ósómi, enda er flestum
lítt um þá gefið. Þeir eiga að hverfa og eru bráðum
horfnir. Litlu betra er það, að henda öskunni og sorp-
inu fram af bæjarlækjarbakkanum og láta lækinn flytja