Búnaðarrit - 01.08.1915, Blaðsíða 69
Matur er mannsins megin.
„Matur er mannsins megin" segir máltækið. Sann-
leik þess málsháttar höfum við allir reynt. Já, svo
greinilega, að svo virðist sem alt strit og stríð sumra
manna fullnægi tæpast munni og maga. Aðrir hafa
nokkurn afgang og geta veitt sér fleiri þægindi.
Því lægra menningarstigi sem þjóðirnar standa á,
því meir er strit þeirra einungis matarstrit. Hjá
menningarþjóðunum eru þarfirnar fjölbreyttari, og matar-
stritið því ekki eins mikið aðalatriði og í íyrirrúmi fyrir
öðru. Eitt af áhugamálum menningarþjóðanna er því
fræðslan um matinn og þarfir líkamans í því efni, með
öðrum orðum, hvernig þessum þörfum hans verði full-
nægt á sem fullkomnastan en þó fyrirhafnarminstan hátt.
Sem brautryðjendur í þvi máli má telja ýmsa góða lækna,
og nú á síðustu árum Dr. M. Hindhede, er mikið hefir
reynt og ritað um það efni. Yið ísiendingar viljum tylla
okkur á tá og teljast í tölu menningarþjóðanna. Um
þetta efni, sem er þá eitt af grundvallaratriðum sannrar
menningar, höfum við þó lítið hugsað, að minsta kosti
hefir lítið verið um það ritað.
Þó er að verða stór bylting á íslenzku matarhæfi,
eins og ýmsu tleiru meðal vor. Stafar það eflaust af
ytri ástæðum og breytingu á búnaðarháttum, en að
nokkru leyti frá erlendum áhrifum, er hingað hafa borist
með matreiðslukonum frá erlendum skólum. Gamli ís-
lenzki maturinn, harðfiskurinn, skyrið, kjötið og súr-
15*