Búnaðarrit - 01.08.1915, Blaðsíða 40
Um tryggingu búfjár gegn
harðindum.
I.
Af því að eg hefi alloft orðið þeas var, að ýmsir
mætir menn hafa talið fjarri sanni að landssjóður borgi
nokkuð til forðagæzlu, og jafnvel að hann borgi nokkuð
verulega til fóðurforðabúra, sem þeir álíta þó að geti
dugað til að tryggja búfé landsmanna gegn harðindum
— og af því að eg hefi haldið því íram, aft fóðurforða-
húr og hjargráðasjóður séu als ekki nógar trygg-
ingar, lielclur þurfi líka að saí'na almcnnum liey-
fyrningum í góðum árum, og að |>að só þýðingar-
mesta ráðið til að verjast vandræðununi — þá vil
eg nú fara nokkrum orðum um þessi atriði, þótt eg hafi
áður sýnt, að margt mæli með því, að landssjóður kosti
forðagæzlu, fóðurforðabúr og bjargráðasjóð að mestu leyti.1)
Eins og sézt af greinum mínum, hélt eg því fyrst
fram, að landssjóður ætti að borga helminginn af kostn-
aðinum við forðagæzlu, fóðurforðabúr og bjargráðasjóð,
og þótti sumum nóg um það. Mér ])ykir vænt uni
að þingið hefir tekið þessa tillögu mína til greina við
fóðurforðabúr og bjargráðasjóð. Fyrir forðagæzluna borgar
landssjóður ekkert enn þá.
Eg hefi við rækilega íhugun sannfærst um það,
1) Búnaðarrit 1909, bls. 186; — 1911, bls. 11—14; —
1913, bls. 23—26 og 1914, bls. 264.