Búnaðarrit - 01.08.1915, Blaðsíða 72
230
BÚNAÐARRIT
mat. Það þarf að vera markmið vort, að framleiða
nægjanlegt til eigin þarfa.
Þó matseðlunum sé raðað á vikudagana, er ekki
þar með sagt, að þannig eigi endilega að borða í viku,
heldur getur hver húsmóðir notað úr þá miðdegisverði,
sem bezt eru við hennar hag, og notað þá oftar en aðra.
Þannig mundi á mörgum sveitabæjum mjólkurgrautur
verða notaður oftar en einu sinni í viku, þar sem
mjólkurráð eru góð.
Verð á fæðutegundum er miðað við vöruverð á
Akureyri, áður en vörur stigu upp vegna stríðsins
(mjólkin við sveitaverð).
Næringargildi matar er metið eftir hitagildi hans,
og bind eg mig við það. Hitaeining er sá hiti, sem þarf
til þess að hita 1 lítra vatns um eina gráðu. Eitt gramm
af kolvetni er talið að hafa not.hæft hitagildi 4,1, eitt gr.
eggjahvítu 4,1 og eitt gr. fitu 9,3. 3000 hitaeiningar
er talin nægileg fæða fyrir fullorðinn starfandi mann
yfir daginn með strangri vinnu. Þó mun nú mörgum
íslenzkum erfiðismanni ekki veita af 3500. En kvenfólk
þarf talsvert minna, og er það því órétt að meta karl-
manns og kvenmanns fæði að jöfnu, eins og þó alment
er gert.
Um hlutföll fæðuefnanna hefir nú á siðari tímum
nokkuð verið deilt. Sérstaklega hafa menn viljað draga
úr eggjahvítumagni fæðunnar, en auka kolvetnið. Vinn-
andi manni er nú talið hæfilegt sem næst 100 gr.
eggjahvítu, 80 gr. fitu og 500 gr. kolvetnis yfir
daginn.
í töflunni um efnismagn miðdegisverðanna er sýnt,
hvað hver miðdegisverður inniheldur mikið af þess-
um efnum, í hvaða hlutföllum, og einnig hitagildi
hans.