Búnaðarrit - 01.08.1915, Blaðsíða 53
BÚNAÐARRIT
211
Engin ráð eru enn fcá fundin, sem geta aftrað þvi,
að hafís og harðindi geri okkur margvíslegt tjón, en
því tjóni er hægt að verjast, sem rnestu máli
skiftir, ef landsstjórn og bændur vilja hjálpast að
til þess.
Pað er hægt að varna því, að harðindin geri
okkur á einu vori svo mikið tjón á búte okkar,
sem svarar þriðjungnum, helmingnum eða meira
ai' vcrði alls búljár á iandinu, eins og þau hafa
stundum gert að undanförnu.
Eg skal svo strax koma fram með mínar tillögur,
þó að sumir kunni að brosa að þeim.
Fyrst og fremst á að hætta við það, að valdbjóða
fjártrygginga-ráðstafirnar og að hóta bændum hegniugu
fyrir afleiðingarnar af ógætilegum heyásetningum. —
í þessu rnóli á ekki að beita valdboðum eða hót-
unum um sektir. Það scm þarf að framkvæma í
því verður að fást með frjálsum samtökum bænda.
En landstjórnin verður að gangast fyrir því, að
þessi samtök komizt á, og styrkja bændur ríflega
af almanna fé til tramkvæmdanna.
Alþingi ætti að semja ein lög urn tryggingu búfjár
gegn harðíndum. Ætti þá að byrja á því, að stjórnar-
ráðið skipaði menn til að ferðast um landið og eiga
fundi með bændum og hvetja þá og leiðbeina þeim til
þess, að gera lireppasamþyktir um gætilegan hey-
ásetning, um rækilega forðagæzlu, um stofnun
fóðurforðabúra og um stofnun bútryggingarsjóðs.
— í lögum þessum ætti að taka fram öll þau atriði til
búfjártryggingar, sem þurfa að standa í hverri samþykt,
til þess að fá nauðsynlegt samræmi í fjártryggingar-
ákvæðin um alt land. Jafnframt þessu ætti löggjafar-
valdið að heita hverjum hreppi, sem samþykt gerir, að
greiða úr landssjóði s/» parta af öllum kostnaði
við forðagæzlu, fóðurforðabúr og hútryggingarsjóð,