Búnaðarrit - 01.08.1915, Blaðsíða 42
200
BÚNAÐARRIT
mjög mikið næsta haust, til þess að setja þá eins gæti-
lega á. Til þess að verða ekki uppnæmur, þó að tveir
vondir vetrar kæmu hvor eftir annan, með slæmu sumri
á milli, þyrftu íyrningarnar að vera miklu meiri. Því
bændur hafa verið til miklu fleiri en þeir Þorkell á
Svaðastöðum1), Björn á Marðarnúpi2) og Eiríkur í Bót5),
sem hafa safnað svo miklum heyfyrningum, að nam
meiru en öllum sumarheyskap þeirra, og þoldu líka
íleiri ára harðindi í einu.
Eg hefi ekki þor að stinga upp á meiri fyrningum
en sem svarar helmingnum af útheyjunum eftir meðal-
sumar. Býst helzt við, að enn þá þyki allmörgum það
fulllangt farið. Þetta yrði líka mikil framför hjá því,
sem nú á sér stað, og dygði oftast nær. Tækiu bændur
alment upp þetta, heyásetningslag, þá mundu margir
safna miklu meiri fyrningum, og svo kæmu fóðurforða-
búr og bjargráðasjóður til hjálpar handa hinum í lang-
vinnum harðindum, svo að ekki þyrfti að fækka fénaði
stórkostlega.
Eg hefi sýnt fram á það í Búnaðarritinu 1914, bls.
248, að ef veturinn 1909—’IO hefði verið framúrskar-
andi harður, þá mundu heyin, sem fengust 1909, ekki
hafa dugað til að koma fram öllum þeim fénaði vorið
1910, sem á fóðrum var um veturinn. Yar þó sumarið
1909 eitthvert bezta heyskaparsumar. Mér hefir talist
svo til, að þá mundi hafa vantað rúmlega 627000 hesta
af útheyi á öllu landinu, eða að meðaltali 3754 hesta
í hverjum hreppi, eftir jarðabókinni 1861, í 167 hrepp-
um. Þetta heymagn hefði þurft að vera í fyrningum
vorið 1909. Sumarið 1908 voru öll úthey, sem fengust
á landinu, talin að vera 1341000 hestar, og hefði þá
þurft að fyrnast vorið 1909 nærri því helmingurinn af
nýju útheyjimum.
1) Búnaðarrit 1909, bls. 180. —
bls. 60—61. — 3) Frcyr 1914, bls. 122.
2) Nœstu harðindin,