Búnaðarrit - 01.08.1915, Blaðsíða 82
240
BÚNAÐARRIT
Þá fór eg 19. apríl austur í Árnessýslu og Rangár-
vallasýslu, meðal annars til þess að undirbúa væntan-
legar mælingar í Flóanum og gera ráðst.afanir til vatns-
hæðarmælinga í Hvítá á Brúnastaðaflötum, og Þjórsá
hjá Mjósundi og á Þrándarholtsbökkum. í þessari ferð
kom eg einnig á sýslufundi Árnesinga og Rangæinga.
Yar hálfan mánuð í ferðinni.
Upp í Borgarfjörð fór eg 4. maí, meðal annars til þess
að vera við prófið á mjólkurskólanum á Hvitárvöllum.
í þessari ferð leiðbeindi eg einnig með áveitu og framræslu
á nokkrum bæjum. Yar í rúman hálfan mánuð í burtu.
Þessu næst fór eg austur 3. júní. Fór íyrst austur
í Flóa til mælinga. Þaðan svo austur í Yík í V.-Skafta-
fellssýslu. Var þar á fundi Búnaðarsambands Suðurlands
15. júní. Að honum loknum fór eg austur í Álftaver
til þess að koma á stað og sjá um fyrirhleðsluna fyrir
Skálm. — í þessari ferð skoðaði eg einnig áveituna á
sandana í Meðallandinu o. fl. Og í úteftirleiðinni mældi
eg á nokkrum bæjum, þar á meðal í Holti undir Eyja-
fjöllum og víðar. Kom til Reykjavikur 30. júní
Lagði enn á stað austur 23. ágúst. Var ferðinni
aðallega heitið austur að Efra-Hvoli og Breiðabólsstað
til mólandsrannsókna. Kynti mér einnig, hvað mæling-
um í Flóanum liði. Var hálfan mánuð að heiman.
Loks lagði eg á stað 19. sept. í ferðalag austur um
sýslur. Komst alla leið austur i Álftaver og Meðalland.
í þessari ferð tók eg út fyrirhleðsluna fyrir Skálm og
gerði mælingar á nokkrum stöðum í Árnessýslu og
Rangárvallasýslu, þar á meðal á Stóra-Hofi, Hala, í Hvol-
hreppnum, Flóanum, Þingvallasveitinni og víðar. Enn-
fremur heimsótti eg flest nautgripafélögin austanfjalls,
var á nokkrum fundum o. s. frv.
Auk þessara ferða, er hér hafa nefndar verið,
hefi eg farið styttri ferðir, suður á Álftanes, upp í Mos-
fellssveit og austur. 8amtals hefi eg verið 170 daga að
heiman á ferðalagi.