Búnaðarrit - 01.08.1915, Blaðsíða 95
BÚNAÐARRIT
253
unglamb, en annars var lambadauði talsverður sum-
staðar.
Víða um land var málnytubrestur mikill um sum-
arið, bæði vegna ótiðar og afleiðinga vetrarins.
Sunnan og vestan reyndist fé með rýrara móti til
frálags um haustið, en í meðallagi norðan og austan.
Fjárheimtur af afréttum í sumum sveitum sunnan-
lands afarillar; kent um vatnavexti.
Aflabrögð.
Góðæri fyrir botnvörpungaútveginn, afli góður og
verðið hátt. Við Faxaflóa voru 18 seglskip (þilskip) gerð
út; öfluðu þau lítið um vorið, en með langbezta móti
um sumarið, og fiskurinn mjög vænn. Seglskipunum
hefir fækkað mikið síðustu árin; sakna þeirra nú margir.
í suður-veiðistöðunum við Faxaflóa aflaðist vel á
opin skip, einkum um vortímann. Um haustið var lít-
ill afli vegna ógæfta.
Á Breiðafirði aflaðist með bezta móti um haustið,
en þó voru gæftir stopular.
Við ísafjörð varð afli með rýrara móti. Vetrar-
vertíðin brást því nær algerlega á opnum bátum og
litlum vélarbátum. Vorvertíðin fremur rýr og haust-
vertiðin með lakara móti.
Afli minni fyrir Austfjörðum en árið á undan, enda
ógæftir og þokur meiri nú.
í Þoriákshöfn gengu 25 skip tólfróin á vetrarvertíð
og öfluðu sæmilega.
í Vestmannaeyjum gengu 59 mótorbátar til fiskjar.
Síldarafli mikill á Sigluflrði. Fluttar voru út frá
Norðurlandi rúmar 40000 tunnur af sild, er veidd hafði
verið á íslenzk skip árið 1914 til 19. sept.
Ycrzlnn.
Hátt verð á innlendum vörum. Kjötverðið hátt um
haustið, 22 —30 aura pundið, gærur 45 aura. Verð á