Búnaðarrit - 01.08.1915, Blaðsíða 19
BÚNAÐARRIT
177
fremur lítil, að ekki megi missast svona mikið af fall-
hæðinni.
Af þessu er ljóst, að vidd pípnanna ákvarðast af
þessu þrennu:
1. Vatnsmegni því, er um þær á að renna,
2. Lengd pípnanna og
3. Fallhœöinni eða því falltapi, sem i hvert skifti má
telja leyfilegt.
Of örðugt mundi það verða, að sýna hér, hversu
reikna má út pípuvíddina, því sá reikningur er all-
flókinn, og ræð eg mönnum því til að ráðfæra sig við
einhvern verkfræðinganna um þetta atriði, og þarf hann
þá að fá að vita þetta þrent: vatnsmegn, lengd pípnanna
og fallhœðina.
Nokkuð má þó fara nærri um vídd pípnanna með
því að nota töfluna á næstu síðu, sem sýnir pípuvíddina,
vatnsmegnið og vatnshraðann. í fremsta dálkinum er
pípuvíddin í sentimetrum, en þar fyrir aftan skiftist
taflan í 6 höfuðdálka, sinn fyrir hvert falltap, sem sé:
1% l,2°/o 1,5°/o 1,s°/o 2°/o og 2,5°/o af pípulengdinni.
Til þess að geta notaÖ þessa töflu, þarf ætið að gera
dálítinn undirbúningsreikning, sem eg held að bezt megi
skýra með dæmi. Tökum fyrst létt dæmi: Bóndi hefir
mælt, að hann getur fengið 10 metra fallhæð í túninu
með því, að gera pípurnar 100 metra langar. Vatns-
megnið í læknum hefir mælst 80 lítrar á sek. Sam-
kvæmt tötlunni á bls. 171 getur hann þá bygt 7 hestafla
stöð með því, að tapa 12°/o af fallhæðinui. Falltapið
yrði þá 1,2 metrar, og með því að pípulengdin er 100
metrar, verður falltnpið l,2°/o af pipulengdinni. Nú leit-
um við í öðrum höfuðdalki töflunnar, þar sem stendur
yfir „Falltap 1,2%“, að litratölunni 80 og finnum 80,5
beint út undan pipuviddinni 25 sentimetrar. Bóndinn
þarf þá 25 sm. víðar pípur, til þess að ekki tapist meira
en 12% af fallhæðinni í núning í pípunum. Vatns-
hraðinn í pípunum verður 1,64 metrar á sekúndu.
12