Búnaðarrit - 01.08.1915, Blaðsíða 84
242
búnaðarrIt
veginum innan við Aurasel, leitt síðan fram yfir sand-
inn austan Hemlu og niður á engjarnar. Lengd skurð-
arins er 3550 metrar alls, stíflugarðar eða fyrirhleðslur
á sandinum 375 metrar, og kostnaður um 1100 kr.
Þá mældi eg og gerði áætlun um ko&tnað við að
hlaða fyrir vatnsrensli úr Þverá á DufþeJcjuböfckum til
þess að koma í veg fyrir flæði úr ánni um heyannir.
Kostnaðurinn áætlaður 1000 kr.
Auk þessa hefi eg mælt og leiðbeint með þurkun,
áveitu, flóðgarðahleðslu o. fi. á ýmsum stöðum, þar á
meðal í Þingvailasveitinni — þurkun og áveitu á Brúsa-
staðamýri — og víðar.
Áveitutili’aunir. Á búnaðarþinginu 1911 kom
fram tillaga í sambandi við styrkveitinguna til Mikla-
vatnsmýraráveituverksins um það, að búnaðarfélagið
reyndi að fá land til umráða á áveitusvæðinu, þar sem
komið yrði við verulegum tilraunum með afnot áveitu-
vatnsins. Þótti „heppilegast, að tilraunasvæðið fengist
á þann hátt, að búnaðarfélagið fengi umráð yfir ein-
hverri þeirra jarða, er afnot hefði af áveitunni".
Búnaðarfélagið leitaði nú fyrir sér að fá umráð yfir
jörð á áveitusvæðinu, en það reyndist árangurslaust.
Áveituverkinu var ekki lokið fyr en seint um haustið
1912, og ekki byrjað að veita á fyr en um vorið 1913.
En þá kom strax í ljós, að áveitan var í ólagi, vatnið
sem náðist, oflitið, og af því leiddi, að enginn árangur
varð af áveitunni það vor. Alt þetta varð til þess, að
áveitutilraununum var frestað.
Á búnaðarþinginu 1913j, var enn vakið máls á því,
að gerðar jyrðu áveitutilraunir, og samþykt tillaga þar
að lútandi. Nefndin, sem um málið fjallaði á búnaðar-
þinginu, leggur áherziu á, að byrjað verði á áveitutilraun-
unum „hiðjbráðasta að hægt er, ef ekki á Miklavatns-
mýri, þá einhversstaðar annarsstaðar, þar sem því yiði
viðkomið".