Búnaðarrit - 01.08.1915, Blaðsíða 77
BÚNAÐARRIT
235
aðir í tólg við skarpan hita. Laukurinn skorinn í sneiðar
og brúnaður síðast, látinn yfir á fatið ásamt tólginni,
sem síðast er á pönnunni.
Fðstudagur.
Sœnslc hafrasúpa.
2 litrar vatn.................................kr. „
300 gr. hafragrjón............................— 0,12
5 lítrar undanrenning.........................— 0,35
2 matskeiðar sykur............................— 0,03
1 — salt.............................— »,
10 manns kr. 0,50
Hafragrjónin eru lögð í kalt vatnið, helzt kvöldinu
áður; mjólkinni smám samau bætt út í pottinn, og látið
sjóða í 20 mín. Salt og sykur er látið síðast, þegar
soðið er.
Linsu-buff.
500 gr. linsur................................kr. 0,28
1 lítri þykkur hafragrautur.....................— 0,07
50 gr. laukur..................................— 0,02
200— mulið brauð.............................— 0,06
60— kartötlumjöl............................— 0,02
250— tólg....................................— 0,23
100— hveiti..................................— 0,03
10 manns kr. 0,71
Linsurnar eru lagðar í bleyti í kalt vatn kvöldinu
áður, síðan soðnar i nægu vatni í 20 mín. Vatnið síað
frá, og linsurnar saxaðar i söxunarvél ásamt lauknum.
Muldu brauði, graut og kartöflumjöli er hrært saman við,
hveitið hnoðað upp í, og löguð til aflöng lengja líkt og
brauð. Tólgin brúnuð, deigið skorið í sneiðar með hníf
eða steikarspaða og brúnað við góðan hita. Ef vill, má
brúna lauk og setja sósu yfir, sem venjulegt buff.
í staðinn fyrir linsur má hafa baunir (gular ertur).