Búnaðarrit - 01.08.1915, Blaðsíða 31
BÚNAÐARRIT
189
um og stundum hvorutveggja. Áhöld af þessari gerð
nota rafmagnið vel og hita fljótt, en til þess að forða
þeim frá skemdum verður að gæta þess, að láta þau
aldrei vera tóm, meðan þau eru tengd við leiðslurnar,
en þetta er auðvelt með því, að ekki þarf annað eu að
snúa snerli til þess, að rjúfa sambandið. Hins vegar
þurfa ílátin að vera vel mörg, og verða þau þá nokkuð
dýr. Suðu-áhöld af þessari gerð munu kosta:
fyrir alt að 5 manna heimili hér um bil 200 kr.
— — — 10 — — — — — 350 —
Önnur tegundin eru hinar svonefndu saðu-pVótur.
Eru það nokkurskonar eldavélar með 1, 2 eða 3 eld-
stæðum. í eldstæðunum eru kyndiþræðirnir; þau eru
slétt að ofan, og á þau má setja hverja flatbotnaða potta
eða katla, sem vera skal. En suðu-plöturnar hafa þann
ókost, að þær eyða meiru rafmagni heldur en sjálfhitunar-
áhöldin, því nokkuð af hitanum úr plötunum fer út í
herbergið og það því mbira, sem pottarnir falla ver á
plöturnar. Suðuvél af þessari gerð með 2 eldstæðum
kostar hér um bil 110 kr.
Þriðja tegundin eru vatnssuðu-vélarnar og er Saxe-
gaards-vélin þó einna þektust þeirra. Þær eru þannig
gerðar, að í kassa, nokkurskonar matsuðukassa, með
tvöföldu loki er allmikið hólf með vatni í, sem stöðugt
er haldið mjög heitu með kyndiþræði í botninum. í
miðju þessu hólfl nokkuð undir vatnsborðinu er grind,
og á hana eru svo sett ílátin, sem sjóða skal í, og
kassanum lokað. Þessar vélar hafa þann mikla kost.,
að þær þurfa mjög lítið rafmagn i hlutfalli við hinar
áðurtöidu. en stöðugt þarf það heizt að vera. Þær eru
þvi mjög hentugar i borgum og kaupstöðum, þar sem
rafmagnið er alla daga og nætur. Verð vélanna mun
vera 150 til 300 kr. eftir stærð.