Búnaðarrit - 01.08.1915, Blaðsíða 96
254
BÚNAÐARRIT
hvítri vorull 80 aura til 1 kr. Haustullin komst í mjög
hátt verð; verðið á henni óþveginni kr. 1,00 til kr. 1,10
pundið.
Á Austfjörðum gerðu dilkar 11—13 kr. um haustið,
og vænar ær mylkar 13—15 kr.
Hrossasala í mesta lagi og verð miklu hærra en áður,
Fiskverðið var með hæsta móti, skippund af þorski
kr. 80,00, smáfiskur kr. 70,00, ýsa kr. 60,00. Lýsis-
tunnan kr. 30,00.
Útlend vara í svipuðu verði og undanfarin ár, þar
til ófriðurinn hófst; þá hækkuðu allar nauðsynjavörur
mjög í verði.
Þéss er getið, að í Vik í Mýrdal hafi verð á útlendri
vöru lítið hækkað fram til nýjárs. Þar voru miklar vöru-
birgðir þegar ófriðurinn hófst, og voru bændur látnir
njóta þess.
Árið 1914 verður talið harðindaár fyrir landbúnað-
inn, vegna veðráttufars og afleiðinga undanfarins árs;
þó var þetta ekki eins í öllum hlutum Jandsins, og hefir
það verið tekið fram hér að framan. Það kom eiginlega
aldrei neitt vor, og sumarið var ógnar-stutt. Fénaður
hefir mjög fækkað tvö siðustu árin. Haustið 1913 var
miklu færra sett á af lömbum en áður hafði verið, og
svo kom lambadauðinn í vor og heyskapartjónið í sumar.
Kaupstaðarskuldir hljóta að hafa aukist að miklum
mun, bæði vegna hins háa verðs á útlendri vöru eftir
að ófriðurinn hófst, og vegna óvenjumikiila kornvöru-
kaupa í fóðurskortinum um vorið. Afleiðingar ófriðarins
koma harðast niður á kaupstaðabúum og öðrum er þurfa
að kaupa allar sínar nauðsynjavörur, bæði innlendar og
útlendar, og verða að hlíta iiinu háa verði, sem er á
þeim báðum.
Flest rjómabúin sunnlenzku framleiddu helmingi
minna smjör en undanfarin ár, og tvö búin störfuðu alls
ekki. Fráfærur hálfum mánuði seinna en venja er til,