Búnaðarrit - 01.08.1915, Blaðsíða 68
226
BÚNAÐARRIT
Þó verður ekki annað sagt, en að hann sé laglegur og
einkennilegur að ýmsu ieyti. Til hægri handar er í-
búðarhúsið, sjálfur bærinn, en til vinstri er fjós og hlaða.
Geri eg ráð fyrir að ætlast sé til, að nokkur hluti heys-
ins sé geymdur á lofti yfir fjósinu. Milli hlöðu og bæjar
er dálitið sund, sem eflaust á bæði að varna aðfoki og
vera til tryggingar, ef eldur kæmi upp. Milli húsanna
er ferhyrndur húsagarður, sem skift er í reiti fyrir mat-
jurtir eða blóm, en með fram húsveggjum allbreið
steinlögð stétt. Veggir húsa eru lágir og kjallari eng-
inn eða mjög lítill. Veggir er ætlast til að séu úr stein-
steypu og hvítir, en timbur í vindskeiðum og göflum
efst, rauðbrúnt á lit, viðurinn líklega tjargaður með
hrátjöru. Þök á húsum öllum ætlast G. S. til að séu
græn torfþök með góðum pappa undir. Hinu megin bæjar-
ins sjást íjöll í fjarska.
Myndin fríkkar mikið, ef hún er lituð, en tæki voru
ekki til þess. Ef prentun tekst vel, má eigi að síður
gera sér glögga hugmynd um alt útlit slíks bæjar og
svip hans. Með sæmilegri umgengni ætti að geta verið
snoturt og þrifalegt kringum slíkan bæ.
G. S. hefir numið húsagerðarlist á listaskóla Kaup-
mannahafnar. Myndin ber þess vott, því bænum svipar
mjög til danskra sveitabæja. Þeir íara sérlega vel á
dönsku flatneskjunni og eru að mörgu leyti bæði smekk-
legir og þægilegir, en mér finst þó nokkur vafi á þvi,
að þeir eigi eins vel við íslenzkt fjallalandslag, og hæpið
að fólk vilji vera án góðs kjallara undir húsinu. En
hvað sem þessu líður sýnir myndin, hvernig á að vera
umhorfs „kringum bæinn".
Ouöm. Hannesson.