Búnaðarrit - 01.08.1915, Blaðsíða 81
BÚNAÐARRIT
239
mat heflr að jafnaði fengist meira en Vs af þeirri eggja-
hvítu og fitu, sem ætlast er til að neytt sé yflr daginn,
en ekki V3 kolvetnis. Er því svo til ætlast, að í hinar
máltíðirnar sé notað meira af graut og brauði, sem er
auðugt af kolvetni. Hinar máltíðirnar ættu því sízt að
vera dýrari, og ætti þá undir venjulegum kringumstæð-
um að vera vel fært að lifa fyrir 35—40 aura yfir dag-
inn, og jafnvel nú fyrir 45—50 aura.
Húsmæður ! Reynið þennan mat einu sinni, og reynið
hann aftur; hann getur hafa mistekist í fyrsta sinn, eða
þó húsbóndanum falli hann ekki í fyrstu, þá getur hon-
um fallið hann vel í annað sinn.
Jónína Sigurðardóttir Líndal.
S
Skýrsla
til Búnaðari'élags fslands árið 1914.
Helztu störf mín á árinu hafa verið þau, er hér
segir:
Ferðalög. Eg lagði á stað í fyrstu ferðina 9. jan.
aus-tur að Þjórsártúni. Var þar á viku-búnaðarnáms-
skeiði, aðalfundi smjörbúasambandsins 11. s. m. og
nokkrum fundum öðrum í neðanverðri Árnessýslu. Var
i 16 daga 1 ferðinni.
Lagði á stað í næstu ferð 1. marz. Pór með skipi
til ísafjarðar og þaðan inn í Djúp, að Reykjarfirði og
Arngerðareyri. Var þar á búnaðarnámsskeiði 8.—13. marz.
Þaðan fór eg •, svo til Hólmavíkur og var þar á öðru
námsskeiði 17.—22. s. m. Frá Hólmavík fór eg að
Hjarðarholti í Dölum. Þar var búnaðarnámsskeið 30. marz
til 4. apríl. Var rúmar 6 vikur í þessari ferð.