Hlín - 01.01.1946, Page 5
Minni kvenna.
Þið göfgu snótir, meyjar, konur, mæður,
jeg minnast ykkar vil í ljóði í kveld.
Þótt alloft bregði fölva á gamlar glæður,
þær geyma stundum lengi falinn eld.
Við vitum og, ef lítill neisti lifir,
■v
að ljós má tendra, kveikja skærast bál.
Og vöggu lífsins alltaf brennur yfir
sá eldur, sem að geymir konusál.
Þú unga mær, með roðarós á vanga
og reynslulitla en starfafúsa hönd.
Hve glæst og tápleg æskublóm þín anga,
því enn er vor um drauma þinna lönd.
En brátt þjer skilst, að skyldan á þig kallar,
og skyldan sú er göfugt nytjaverk.
En við það tengjast vonir þjóða allar
þú verðir sönn og hrein og djörf og sterk.
Þú góða móðir, lífsins leiðarstjarna,
þitt líf er drottins æðsta og besta gjöf.
Þín fylsta gleði er fórn til þinna barna
og förunautur yfir dauða og gröf.