Hlín - 01.01.1946, Page 7
Hlín
5
Og ást þín sje það ljós, sem alltaf lifir,
og ljómar skærast, þegar syrtir ál.
Þá brennur lífsins vöggu að eilífð yfir
sú aðalstign, sem geymir konusál.
Árni Björnsson.
Frjettir
írá Sambandsíjelögum kvenna.
Kvenfjelagasamband íslands innibindur nú nálega öll
fjelagasamtök kvenna í landinu.Fjelagasamböndþessieru
10 að tölu með hátt á annað hundrað fjelaga.
Fjelög þessi starfa að hinunr fjölbreyttustu mál-
efnum: Mentamálum kvenna, almennum fræðslumálum,
heilbrigðismálum, trjárækt og garðyrkju, líknarmálefn-
um, heimilisiðnaði, skemtiferðum o. fl. o. fl.
Kvenfjelagasamband íslands heldur þing annað hvort
ár og sækja það fulltrúar af öllu landinu. Hjeraðasam-
böndin hafa fundi árlega til skiftis lrvert á sínu svæði.
Kvenfjelagsskapurinn í landinu, sem er um 60 ára gam-
all, hefur verið vel ræktur og er mjög vinsæll. Það er hin
mesta furða hve mörgu lítil og fámenn fjelög hafa komið
í framkvæmd með litlum efnum. — Aðalmarkmið fjelags-
skaparins hefur verið og er aukin kynning og samstarf að
þeim málum, sem hendi eru næst að leysa á hverjum stað
og tíma.
Kvenfjelagasamband íslands hefur hin síðari ár notið
fjárstyrks úr ríkissjóði. Það kostar þingin og fulltrúana til
þings, hefur komið upp skrifstofu í Reykjavík og hefur
fastan starfsmann (heimilismálastjóra). Þá styrkir K. í. all-
a.r sambandsdeildirnar nokkuð til starfa, hefur fastan