Hlín - 01.01.1946, Síða 10
8
Hlín
Árið 1879 giftist Jóninna Árna óðalsbónda í Höfnum á
Skaga. Árni var prýðilega vel gefinn, stórhuga og mikill
búmaður. Hann hal'ði hýst bæ sinn ágætlega og bætt jörð-
ina stórum. — Hann var ekkjumaður, þegar hann giftist
Jóninnu, og átti 5 börn.
Það var ekki heiglum hent að taka við stórbúi og 5
stjúpbörnum, en Jóninna leysti Jrað alt prýðilegaafhendi.
— En Árna naut ekki lengi við, Jóninna misti hann eftir 7
ára sambúð. Þeim varð linrm barna auðið, en aðeins tvö
konrust til fullorðins ára: Sigurður og Margrjet.
Jóninna heiðraði og virti mann sinn,bæðilífsogliðinn.
Eftir fráfall Árna bjó Jóninna í Höfnum sem ekkja í 20
—30 ár, eða til ársins 1912, að hún hætti búskap og flutti
til Stykkishólms til einkadóttur sinnar, Margrjetar, senr
gift var Páli sýslumanni Bjarnasyni.
Búskaparár Jóninnu í Höfnum voru mörg erfið harð-
indaár. Það var ekkert meðalnrannsverk að reka búskap
svo stórfeldan sern Halnir útheinrta. En stjórnsemi og út-
sjón Jóninnu var með ágætum. JegkomJoangaðunglingur,
að heita nrátti, að segja til börnum hennar. Jeg dáðist að
dugnaði lrennar, þolgæði og lrjálpsenri. — Það þurfti mik-
ið til, Jrar sem voru um 30 manns í lreinrili, og
störfin svo margvísleg til lands og sjávar, að dæmafátt
mun vera á Jressu landi. — Að sjálfsögðu var það búinu
mikill styrkur, að starfsfólkið var margt það sama árunr
og jafnvel áratugum sanran, fólk, sem vann verk sín með
sjerstakri árvekni og samviskusemi, og senr k u n n i sín
verk og þekti allar aðstæður vegna langrar reynslu.
Jóninna rjeð til sín ágæta ráðsmennhvernaföðrum.sem
studdu lrana vel í hinu margbrotna bústarfi, valdi þar vel
og hyggilega eins og hennar var von og vísa. Á seinni bú-
skaparárunum tók einkasonur hennar, Sigurður, Jrátt í
bústjórninni með henni.
Jóninnu búnaðist vel og auðgaðist, þrátt fyrir hörð og
erfið ár. — Margir voru þeir nauðleitarmenn, sem sóttu til
hennar ráð og aðstoð á þessum árum. Það var ótalið sem