Hlín - 01.01.1946, Side 13
Hlín
11
og þjóð hugástum, vildi bæta hag allra, sem hún náði til,
og gladdist hjartanlega við allar framfarir. Hún hafði
sterkan áliuga fyrir frelsi lands og þjóðar.
Ef hún hefði verið uppi nú, mundi hún hafa tekið feg-
ins hendi þátt í hverskonar nýskipan í þjóðlífi okkar, og
hvorki sparað efni nje krafta til að hrinda sem flestu og
sem mestu í framkvæmd.
Jóninna í Höfnum var hetja, mörgum og miklurn kost-
um búin. Jeg minnist hennar ætíð með þakklátum lniga
og með dýpstu virðingu.
Jóninna andaðist í hárri elli, 85>/2 árs, 14. apríl 1938,hjá
dóttur sinni í Stykkishólmi, elskuð og virt af öllum, sem
hana þektu.
Halldóra Bjarnadóttir.
Anna á Fjöllum.
Það er nýbúið að endurreisa lýðveldi á okkar kæra
landi, íslandi. — í ótal lýðveldisminnum á Jreim hátíðlegu
tímamÖtum l jekk unga kynslóðin traustsyfirlýsingar, er
henni voru fluttar sem sjállsögðum arftaka. Og víst ætti
framtíð hennar að geta orðið glæsileg.------
# # #
Jeg er á lerð í áætlunarbíl með fólki, sem jeg ]>ekki
ekki. — í næsta sæti fyrir framan mig sitja tvær ungar
stúlkur. Þær eru óneitanlega laglegar, — ekki af því, held-
ur þrátt fyrir Jrað, að þær eru mikið málaðar í andliti og
reykja. — Bíllinn þýtur niður eftir Kelduhverfinu. Þegar
við förum fram hjá bænum Fjöllum og sveigjum suður
til Reykjaheiðar, Jrá hossast bíllinn talsvert. — Önnur
stúlkan hálfhrópar: ,,Þetta er auma æfin, að ferðast í
svona bílskrjóð á þessum vegleysum!" — Hin stúlkan bæt-
ir við: ,,Það er ekki einu sinni hægt að njóta sígarettu á
svona ferðalagi!"